miðvikudagur, janúar 28, 2004
Krissi stóð sig einstaklega vel á síðastliðinn laugardag í fótboltanum, hann skoraði 2 mörk og varði hvert markið á fætur öðru, hann er að taka miklum framförum og vonandi verður einhver fótboltadeild sem hann getur farið í í New Jersey. Seinna um daginn fórum við Krissi síðan á Chucky Cheese og síðan á Driving Range þar sem hann prófaði nýja putterinn sinn. Þetta kvöld fórum við út að borða með öllu liðinu. Fanney og Högni, Gylfi og Essý og Siggi. Við fórum á stað í Delray Beach, sem heitir 32 East. Hann er staðsettur í miðbæ Delray, og þetta var mjög gaman. Ég fékk með Lax og Andrea fékk sér svínakjöt. Mjög góður matur. Enda hefur staðurinn fengið mjög góða dóma í miðlunum hérna í West Palm Beach County. En við fengum staðfestingu á því að við erum farin að eldast, þar sem við voru orðin þreytt, öll nema Siggi, og farinn heim um miðnæti. Ég fór í Golf á sunnudaginn, auðvitað að nýta tækifærið þar sem ég er búinn að vera í Florida núna síðan á föstudaginn og fer ekki aftur til NY fyrr en á næsta föstudag. Þá er planið að við förum öll yfir helgina og finnu okkur íbúð. Ég, Andrea og Kristófer. Við erum á fullu að leita að íbúð í New Jersey og erum komnar með nokkrar í sigtið og erum með símanúmer hjá einherjum sölumanni sem er fæddur og uppalin í New Jersey, sem Högni þekkir, og ætlar hann að sýna okkur nokkur hverfi og mæla með góðum bæum. Mig hlakkar til þegar þetta er allt búið, að flytja aftur er ekki eitthvað sem okkur langaði að gera, en það er ekki hjá því komist og þá er best að drífa í því.
mánudagur, janúar 12, 2004
Jæja, þá er maður mættur til New York. Þetta er mjög skrýtin reynsla en er nokkuð jákvæð hingað til. Ég er svona nokkurnvegin búinn að venjast kuldanum, en það fór niður í 17 stiga frost um helgina og var það mjög kalst á þeirra mælikvarða, reyndar á mínum mælikvarða líka. Fyrsti morgunin vaknaði ég eitthvað of seint, eða um 7:45 og dreif mig af stað, og hafði sem betur fer vit á að klæða mig í 2 jakka áður en ég fór af stað, ég brunaði út um hótelið og æddi af stað, þangað til að ég fattaði... ég veit ekki hvert ég er að fara. Ég snéri við og fékk leiðbeiningar um hvert á að fara og dreif mig af stað aftur. Kuldinn var farinn að nýsta í gegnum öll beinin mín og voru fötin bara til skrauts fannst mér. Ég stoppaði hjá götusala og keypti mér húfu og vetlinga og hann hefði þess vegna getað heimt $100 fyrir þetta og ég hefði borgað, mér var það kalt. En hann var nokkuð heiðarlegur og bað um bara $10 fyrir bæði. Ég setti upp nýju “I (hjarta) New York” húfuna mína og hanksana og leit nú alveg eins út og ferðamaður. En ég komst klaklaust í vinnuna og er þetta ekki nema um 10 mín ganga. Ég var mættur kl. 08:15 sem telst víst snemma hérna á bæ. Fólkið mætir víst ekki fyrr en um 09:00. Það er vegna þess hvað það tekur langan tíma að komst í vinnuna hjá þessu fólki. Ég er búinn að kynnast nokkrum sem vinna hérna, eigandinn er Larry Schiff og er mjög fínn karakter, búinn að bjóða mér einu sinni í koníaksglas og var erfit að segja nei við því næsta. Síðan er John Greene sem er yfirmaðurinn yfir skrifstofunni og síðastur er Cristian sem er frá Rúmeníu og er yfirforritarinn á staðnum. Síðan eru 2 íslendingar sem eru að vinna hjá BMI, en það eru þeir Hjalti og Jóhann. Þeir höfðu samband síðasta miðvikudag og vildu koma með mér út að borða. Þannig að við fórum allir, Ég, Hjalti, Jóhann og Cristi. Síðan ber helst að nefna það að ég var að horfa í augun á Hugh Jackman í gær, fyrir þá sem ekki vita hver það er þá er hann þekktastur fyrir að leika Wolferine í X-Men myndunum. Hann var að koma út af sýningu sem hann er í á Broadway, ég var að kaupa í matinn (4 pizzusneiðar og bjór), og þegar ég geng fram hjá stórum hópi af fólki, stoppa ég til að sjá hvað væri í gangi, en þetta var bara í næsta húsi við hótelið mitt. Þá er það Hugh Jackman sem var í miðjum klíðum við að skrifa eiginhandaáritanir og láta taka af sér myndir. Skælbrosandi allan tíman og á tímabili var ég hinum meginn við bílinn (limma) sem hann var að fara í og horði beint í augun á honum. Verð að muna að hafa myndavélina með mér næst þegar ég fer að kaupa í matinn. Síðan gerðist svolítið ennþá skrýtnara í gær, en um miðnæti fór allt í einu að hrinja úr himninum eitthvað hvítt efni sem ég kannaðist ekker við. Ég fékk vægt áfall, en um leið og ég hugsaði til Íslands þekkti ég þetta hvíta efni um leið. Það er byrjað að snjóa hérna.
sunnudagur, janúar 04, 2004
Áramótin eru afstaðin, það var frekar tíðindalítil áramót, lítið skotið upp og enginn svona stemming eins og er heima á hverjum áramótum. Ég er búinn að skrifa undir samning hjá næsta fyrirtæki sem ég kem til með að vinna hjá, en það er BMI og er ég byrjaður að vinna þar. Ég flýg til New York á þriðjudaginn til að fara að leita að húsnæði og til að vinna. Kem síðan aftur til Florida 23. Jan og verð væntanlega yfir eina helgi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)