sunnudagur, október 30, 2005

Halló??!!

Jæja þá er kominn tími á löngu tímabært blogg :)
Við höfum haft nóg fyrir stafni undanfarið svo bloggið hefur fengið að finna fyrir því.
Veðrið hérna hjá okkur er bara búið að vera prýðilegt, var nú farið að kólna allverulega í síðustu viku en svo í dag og í gær er búið að vera sól og blíða. Sat meira að segja úti á svölum í sólbaði fyrr í dag og gat nú ekki annað en hugsað til allra heima á Íslandi í snjónum og kuldanum. En þetta er allt í lagi, þið getið montað ykkur í janúar og febrúar þegar frosthörkurnar gera vart um sig hérna, því það er ekkert venjulegt hvað það verður kalt hérna hjá okkur.

Eins og við vorum búin að segja ykkur frá kom pabbi (Andreu) til okkar í fyrsta sinn, í 3 vikur, í síðasta mánuði. Við gerðum alveg heilann helling, svo að hann fór heim með bros á vör og hét því að koma aftur fyrr en síðar...við eigum eftir að vera dugleg að minna hann á það. Við skelltum okkur í margar New York ferðir, bæði til að ráfa þar um og skoða og einnig í ferðir með leiðsögumönnum. Það má segja að við séum komin með próf í New York núna, þó fyrr hefði nú mátt vera. Það eina sem við náðum ekki að skoða, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, var útsýnið yfir borgina frá Empire State. Við vorum búin að fara í "rússíbanann" og keyptum um leið miða upp í turninn...því þar var svo agalega sniðugt pakka tilboð þið skiljið ;) En í hver einasta skipti sem við komum var lokað vegna þess að það var svo skýjað. Þú passar bara vel uppá miðana pabbi og reynum bara aftur næst! En svo skellti pabbi sér einn í sólahringsferð til Niagara Falls, hann var mjög ánægður með hana og það var séð um hann alveg frá a-ö, svo við þurftum nú ekki að hafa miklar áhyggjur af honum. Við kíktum líka í Safarí hjá Six Flags sem var alveg æðislegt að skoða, Kristófer fannst þetta algjört æði og hló sig alveg máttlausann þegar gíraffar og allskyns dýr voru að gogga eða sleikja rúðurnar hjá okkur(skellum inn myndum frá því fljótlega). Takk fyrir okkur pabbi, þetta var alveg frábært!

Annars erum við á leiðinni að fara að skreyta allt hérna, það er búið að kaupa köngulóarvefi, skröltandi beinagrind, hvæsandi risaköngulær og ýmislegt fleira til að hræða börnin sem koma og banka uppá hjá okkur á morgun því þá er Halloween. Þetta verður nú alltaf stærra og stærra í umfangi hjá okkur með hverju árinu, byrjuðum fyrsta árið með eitt graskershöfuð með ljósi inní...svo núna eru þau orðin tvö og ýmislegt annað búið að bætast við í skreytingarnar. Kristófer var alveg harðákveðin í því að vera Svarthöfði enda einlægur Star Wars aðdáandi. Svo hann verður flottur á morgun með geislasverðið og raddbreyti svo hann sé nú alveg ekta. Okkur er boðið í mat til John og Lisu annað kvöld og förum svo með þeim og strákunum þeirra að "trick or treat" í nágrenninu.

Við fórum nú í heldur betur áhugaverða innkaupaferð í Whole Foods í gær, já hvað haldiði að hafi verið í innkaupakerrunni hjá okkur??? Jú, íslenskt lambalæri, Höfðingi, Stóri Dímon, Íslenskt smjör, skyr og íslenskt vatn!!! Svo nú angar hér allt af lambalærislykt sem ég er að elda fyrir kvöldið...ekki slæmt það!
Jæja...strákarnir eru orðnir svo spenntir að fara að skreyta að ég ætla að láta þetta duga í bili og slást í hópinn með þeim.

Gleðilega hrekkjavöku!

Ps. minni á gestabókina!

laugardagur, október 08, 2005

Nýjar myndir

Það eru komnar nýjar myndir hjá okkur, þær eru frá heimsókn Magnúsar til okkar. Hann hefur hitt mikið af frægu fólki og er hægt að sjá myndirnar af því núna... endilega kíkið