fimmtudagur, júlí 27, 2006

Skítaveður í Jörsí

Smellið á myndina til að sjá hana stærri
Smellið á myndina til að sjá hana stærri
Eins og þið sjáið er ekki mjög gott veðrið hjá okkur þessa stundina. Andrea fór að dunda sér með myndavélina og náði nokkrum góðum. Hérna eru 2 af þeim.

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Afmæliskveðja...

Elsku mamma/amma/tengdó.
Innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn.
Hafðu það sem allra best og megi dagurinn verða ánægjulegur!

Afmælis kossar og knús,
Elmar, Andrea og Kristófer Leó.

laugardagur, júlí 22, 2006

Lítil frænka komin í heiminn...

Elsku Fjóla og Gunnar,
Innilegar hamingjuóskir með litlu prisessuna! Hlökum til að fá að sjá myndir af litlu dúllunni.
Knús og kossar,
Elmar, Andrea og Kristófer.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Hitabylgja og Tannlæknar

Síðastliðna daga hefur verið mikil hitabylgja og hefur hitinn, í skugga, á svölunum okkar farið mest upp í 42 gráður... Þetta er auðvitað hrein geðveiki. Við erum búin að endurnefna svalirnar okkar í "Helvíti". Maður stígur út og þetta er virkilega eins og að ganga á vegg. Harðann, heitann og rakann vegg. Skinnið á manni byrjar að malla um leið og maður sest niður og maður verður að passa uppá Kristófer í Þessum hita. Hann átti að fara í Soccer Camp þessa vikuna en við hættum við það til að hann myndi ekki bráðna. Hann fer bara í næstu viku í staðinn.

Kristófer fór síðan til tannlæknis í dag, í 6 mánuða skoðun og var allt í himna-lagi. Engar skemmdir á þeim bænum. Flott hjá stráknum þar sem hann burstar sínar eiginn tennur.

sunnudagur, júlí 16, 2006

Hvað á maður að skrifa um þegar ekkert sérstakt er í fréttum? Veðrið bara...er það ekki?

Jæja það er amk farið að vera almennilegt hérna. Loksins! Kannski einum of gott fyrir minn smekk. Hitaviðvörum hjá okkur í dag, á að fara yfir 100 F þegar líða tekur á daginn. Veit nú ekki hvað það þýðist yfir á íslenskan mælikvarða...ætli það sé ekki um 40 stig eða svo.
Skrapp í sund í fyrradag, er ennþá að gjalda fyrir það að hafa gleymt sólarvörninni. Er eins og karfi. Þó svo að ég hafi bara verið þar í 40 mín náði ég að brenna mig...og það illa. Þufti einmitt á því að halda að fá fleiri hrukkur, svona útá kæruleysið eitt saman. Þori ekki fyrir mitt litla líf að fara aftur þessa vikuna...og í næstu viku verður það SPF 200 takk fyrir! Búin að gleyma hvað svona bruna fylgja mikil óþægindi, kláði, blöðrur og flagnandi skinn...alveg hreint bjútifúl.

Emmi er úti á plani að þrífa bílinn...í tuttugasta skipti síðan hann fékk hann held ég :) Sér skít sem ég sé ekki...og þá er nú mikið sagt. Ekki að ég hafi eitthvað á móti því. Ekki slæmt að rúnta um á sjænuðum og fínum bíl á hverjum degi.

Emmi og Kristófer fóru í rosalegan hjólreiðatúr í gær. Það liggur skurður hérna rétt hjá sem er vinsæl hjólaleið og maður kemst víst lengst útí buskan ef maður fer með honum. Það er frábært. Það er yfirleitt erfitt að komast góðar vegalengdir hérna í Ameríkunni gangandi, hvað þá á hjóli. Hér er lítið um gangstéttir og ef maður er það heppin að finna svoleiðis fyrirbæri, þýðir það ekki endilega að maður komist eitthvað. Þær enda oft á kjánalegum stöðum eins og t.d. inni í miðjum skógi eða við á og engin brú þar yfir. Við umferðaþungar götur sem engin gönguljós eru, nú eða bara í bútum hér og þar, svona til málamynda. Þannig að það er ekki nóg að eiga hjól...maður verður nú að geta farið eitthvað á því.

Kristófer er hjá vinum sínum, Oliver og Luciano núna. Þeir eru bara að hjálpa til úti á pizzastaðnum sem fjölskyldan á. Setja saman pizzu kassa og svoleiðis. Minn bara komin í vinnu 8 ára! Honum finnst þetta æði. Þeir ætla síðan allir að koma hingað á eftir og fara í sund með Emma. Ég held mig bara heima á meðan fyrst það er svona heitt. Búhúú!

föstudagur, júlí 14, 2006

Afmæli : Thomas Benedikt Charlton


Hann Thomas Benedikt Charlton á afmæli í dag. Innilegar hamingjuóskir með drenginn Selma og Andrew.

Vonandi að við náum nú að sjá dreginn fljótlega, hann er svo brosmildur og myndalegur.

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Nýjar myndir í Júlí 2006 Almbúmið

Jæja, var að skella inn nýjum myndum. Þær eru að finna í Júlí 2006 almbúminu.

Mikilvægi Commenta

Ég var að spjalla við systur mína í Englandi og hún sagði mér að hún hafði reynt að commenta á eitt blogg sem ég hafði skrifað en það kom ekki inn. Ástæðan var að hún hafði ekki tekið eftir þessu "Word Confirmation" sem kemur alltaf neðst. Ég tók þá ákvörðun um að taka það út. Ég hafði sett það inn á sínum tíma til að hætta að fá rusl-comment. En það er ekki þess virði ef það það hindrar fólk, sem vill commenta, við að commenta.

Þegar maður er að blogga er MJÖG gamana að fá comment eða skrif í gestabókina. Þetta gerir blogg "vinnuna" alveg þess virði. Ég hefði alveg viljað geta lesið commentið frá systur minni, en hún reynir kannski aftur núna.

Annað í fréttum af daglegu lífi okkar....

Við fengum góða heimsókn frá Indiana um síðustu helgi. Högni, Fanney, Hildur og Kristín komu til okkar á föstudaginn og gistu alveg til mánudags. Þetta var mjög skemmtileg helgi og varð til þess að golf-áhuginn kviknaði aftur. Við Högni fundum líka svona skemmtilegan völl, sem er bara með par 3 holur og einngöngu 9 holur. Það er ekki alltaf stuð fyrir því að fara 18 langar holur, og var þetta mjög góð tilbreyting. Síðan var spilað á hverju kvöldi, alltaf einhver ný spil. Var gott að komast í þann íslenska fíling.

Á 4. Júlí var okkur svo boðið í heimsókn til Ninne og fjölskyldu. En þau buðu okkur að horfa á "leikinn", HM leikurinn á milli Þýskalands og Ítalíu. Síðan var grillað á rafmagnsgrill sem þau eiga. George Foreman, risastórt grill á fæti. Heppnaðist mjög vel og við skemmtum okkur konunglega.

Í gær horfðum við á fyrsta þáttinn af Rockstar Supernova og sáum þar íslendinginn Magna. Hann stóð sig bara allt í lagi en ekki meira en það. Andreu fannst sviðframkoma hans eins og hann væri að spila á Sveitaballi... hoppandi um eins og kanína og reynandi að skapa stemmingu með því að fá alla í salnum til að taka undir með sér. Hann er samt með góða rödd og gæti þetta alveg, hann þarf bara að bæta sviðsframkomuna aðeins. Við kusum hann nokkrum sinnum í von um að hann geti haldið áfram og bætt sig í næstu viku. Úrslitin verða svo kynnt á morgun.

Endilega verið svo dugleg að commenta á þessi blogg hjá okkur, sama hvað þið hafið að segja, höfum við gaman af að lesa það.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Næsta Vídeó...

Þetta tókst það vel að ég ákvað að skella strax inn, örugglega öllum til mikillar ánægju, öðru myndbandi. Þetta er tekið á Driving Range með Rúnu og Kristóferi... Myndir segja 1000 orð...

Tilraun til að sýna Vídeó...

Hæ hæ, Mig hefur lengi langað að geta haft Vídeó á síðunni minni. Eitthvað sem að vinir og ættingjar, a.m.k. þeir sem lesa þetta blogg, geta horft á. Þetta er s.s. fyrst tilraunin og ákvað ég að láta þarna inn gamal myndband af því þegar Kristófer var að læra að hjóla. Þetta er teki fyrsta daginn sem að hann hjólaði einn. Einnig er þarna bífluga sem að réðist á mig á meðan tókum stóð...

Endilega skoðið og látið mig vita hvernig þetta kemur út.