þriðjudagur, janúar 30, 2007

Áfram Ísland !!!!

Í dag fer fram landsleikur í handbolta. Íslendingar og Danir keppa í undanúrslitun á HM mótinu í Þýskalandi. Stemmingin hérna á heimilinu er gífurleg. Við bíðum öll spennt eftir að leikurinn byrjar kl 2 í dag. Við getum horft á leikina með því að borga fyrir þá á netinu, sem er ágætt. En það jafnast auðvitað ekkert á við að horfa á leikina með íslensku þulunum sem öskra og eru MJÖG hlutdrægir, eins og þetta á að vera. Þulirnir á netinu eru frekar daufir og of gagnrínir á "litla" Ísland. Við ætluðum að reyna að hlusta á beina útsendingu í útvarpinu íslenska og horfa á leikinn, en þetta var alls ekki á sama tíma, fyrst kom myndin og svo löngu síðar kom talið, þetta bara pirraði mann.

Besti leikurinn hingað til var við frakkana, en þá þurftum við að hlusta á lýsingu á frönsku... Maður skildi ekki mörg orð, en við áttum auðvelt með að skilja æsinginn og vonbrigðina í röddinni :)

Ég verð að segja það að í dag á ég eftir að sakna þess að vera ekki á klakanum. Að geta horft á leikinn í góðra vina hóp (allt Ísland) og verið með í fagnaðarlátunum þegar "Strákarnir okkar" vinna. Eða jafnvel þegar "Íslenska landsliðið" tapar. Það er frekar fúlt þegar að leikurinn er búinn þá bíður manns ekkert nema að snúa sér að vinnunnni aftur og klára vinnudaginn, en ég tek mér auðvitað mjög langt hádegishlé í dag, og tek það frekar seint.

Ég vil bara senda ykkur öllum á landinu kalda góða baráttar kveðju og þið vitið af einni fjölskyldu hérna í New Jersey sem á eftir að vera hoppandi og skoppandi fyrir framan tölvuna/sjónvarpið með ykkur þegar leikurinn byrjar.

ÁFRAM ÍSLAND !!!!

þriðjudagur, janúar 23, 2007

NEI !!!

Þetta er ein vitlausasta frétt sem að ég hef á minni ævi heyrt. MBL Frétt

Eins og þetta fólk hafi ekki platað nógu marga saklausa aðila, að þeir þurfi að fara svona með aumingja manninn. Hann Tom Cruise greyið, já hann er "Grey" að trúa þessu bulli til að byrja með, og síðan að trúa því að hann sé "Jesús" þeirra. Guð minn góður. Ég get nú ekki haldið því fram að ég sé mjög trúaður en þetta bara gerir mig reiðann.

Ég bara vona að hann Tom geti komið til baka eftir að hann deyr, svona 50-60 árum seinna, og sjái þá að hann er í raun ekki tilbeðinn eins og "Jesú", heldur frekar hlegið að honum eins og "heimsins mesti auli allra tíma" að trúa þessari vitleysu.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Daprir dagar hjá Liverpool...

Þetta hafa verið vægast sagt hræðilegir dagar upp á síðkastið. Við Liverpool aðdáendur erum nokkuð fúlir eftir að hafa tapað fyrir Arsenal tvisvar sinnum á fjórum dögum. Eiginlega töpuðum við fyrir 2 liðum, A og B liðum Arsenal. Fengum á okkur 9 mörk og skoruðum aðeins 4. Dudek var hræðilegur, náði bara að verja einu vítaspyrnuna sem var gefinn í þessum 2 leikjum. Margir aðrir voru líka hræðilega lélegir. En Arsenal skoraði í næstum hverri sókn sem þeir komust í. Það var eins og vörnin okkar fræga hafi bara ekki verið til staðar í þessum leikjum. Og það sem gerði þetta sárara er að þetta gerðist allt saman á Anfield. Við höfðum ekki tapað leik þar í meira en 8 mánuði og síðan 2 burst í röð. Þetta var ekki gaman.

En nú verður maður bara að vona að þeir rífi sig upp úr þessu og sigri næstu leiki sína, Watford á útivelli er næst og síðan er það Chelsea á Anfield helgina þar á eftir. Það væri flott að byrja nýtt ósigrandi tímabil á Anfield með sigri á Chelsea.

Síðan í Febrúar er það Barcelona, sem að allir þessir svokallaðir sérfræðingar á BBC halda að sé bara tapað nú þegar hjá okkur. En við eigum það nú til að koma sterkum liðum á óvart, þó svo að lítið hafi verið um það á þessu tímabil hingað til.

Ps. ég veit að flestir lesendur hafa ENGAN áhuga á fótbolta, og hvað þá Liverpool... en þetta er mitt blog og ég skrifa bara það sem mér sýnist hérna :)

Það commenta svo fáir hvort sem er að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að láta 1 fótbolta blogg hérna inn.

mánudagur, janúar 01, 2007

Gleðilegt Nýtt Ár

Við viljum óska öllum lesendum nær og fjær gleðilegs nýtt árs. Við erum stödd í Boston núna og erum mjög hrifin af þessari borg. Meira um það seinna.

Gleðilegt nýtt ár.