Það er orðið tómlegt á heimilinu núna, en Ella og co. fóru heim í gærkvöldi. Það munaði nú reyndar minnstu að gengið hefði misst af vélinni, en það má segja að allt sem úrskeiðis gat farið fór úrskeiðis á leiðinni á völlinn! Strax á fystu mínútunum helltust tvö stór glös af gosi yfir Ellu...greyið... varð alveg gegn vot svo að það þurfti að rífa töskur út úr bílnum og finna þurr föt. Umferðin þurfti svo auðvitað að vera algjör martröð svo að ferðin á völlin tók helmingi lengri tíma en áætlað var. Vélin fór í loftið kl. 20:50 en við ruddumst inn á flugstöðina þrem korterum fyrir brottför...guði sé lof fyrir að það er aldrei biðröð í tékk-innið hjá Icelandair! En þá þurfti náttúrulega gellan í afgreiðslunni að vera súper nákvæm á vigtinni svo að það þurfti að enduskipuleggja allar töskurnar, á gólfinu fyrir framan hana, svo að enginn þeirra væri yfir 32 kg. Eftir útpældar tilfæringar og mikinn svita náðist að megra helming og þyngja hinn, svo að þær sluppu í gegn. Svo þegar gellan var orðin sátt við vigtina fór hún að tjá sig útaf hjóli sem Ella hafði keypt handa Baltasar...þá kemur það uppúr krafsinu að Icelandair rukkar sérstakt reiðhjólagjald fyrir öll hjól sem flutt eru með þeim...$65 -thank you very much! Svo að gellan sendir Ellu í biðröð til að borga þetta tiltekna reiðhjólagjald...! En til að gera langa sögu stutta sáum við reykinn á eftir þeim útí vél tæpum 10 mínútum fyrir teik-off. Það hefur nú oft verið tæpt þegar við höfum farið í flug en þetta sló öll met...korter í flug og ennþá í tékk-inn! En vona bara að þau hafi valsað í gengum tollana heima og ekkert lent í veseni þar...annars koma þau örugglega aldrei aftur til okkar í heimsókn :)
En Kristófer fékk nú heldur betur eftirminnilegan afmælisdag...og við öll skemmtilegasta 17. júní sem við munum eftir. Við ákváðum loksins að skella okkur í Six Flags skemmtigarðinn sem er hérna í nánasta nágrenni. Vááá...þetta var alveg geðveikur skemmtigarður!! Og ekki verra að hafa hann svona næstum því í bakgaðinum hjá okkur. Héðan í frá verður þetta skylda hjá öllum okkar gestum að fara í þennan garð. Aragrúi af rússíbönum í öllum stærðum og gerðum, þar fremst í flokki fer KingDa Ka sem er hæsti og hraðskreiðasti rússíbani í heimi, 139 metrar á hæð og nær 230 km hraða á 3.5 sek! . Við vorum þarna frá kl. 11 um morguninn til klukkan 20 um kvöldið og náðum örugglega ekki meira en helmingnum af tækjunum. Svo er þarna vatnsleikjagarður og stærsta villidýra safarí í heimi...utan Afríku.
Við erum komin með fleiri hundruði mynda sem við eigum eftir að vinna úr og ætlunin er að skutla þeim inn á næstu dögum. Í dag ætlum við bara að taka því rólega og reyna að komast yfir bömmerinn að Ella og co séu farin...sniff sniff!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli