Þetta er mynd af nýju íbúðinni okkar. Þetta er reyndar raðhús og er mjög skemmtilega hannað. Það er á 3 hæðum. Efsta hæðin er með 2 svefnherbergi, bæði mjög stór og með sér klósetum og STÓRUM skápum. Einnig eru þvottavél og þurrkari á milli herbergaja tveggja.
Á miðhæðinni er að finna stórt og gott Eldhús þar sem hægt er að koma fyrir litlu borði og stólum, til að borða morgunmat. Síðan er þar líka stór stofa, borðstofa og gesta-klóset. Tvennar svalir eru á miðhæðinni, báðar frekar stórar. Síðan er neðsta hæðin með tvöföldum bílskúr og stóru herbergi sem verður í senn skrifstofan mín, og gesta-herbergi. Og af neðstu hæðinni er innangengt frá garðinum. Með húsinu fylgir aðgangur að sundlaug.
Húsið er mjög nálægt matvörubúðinni Shop-Rite, og verður hægt að ganga í búðina án þess að fara yfir götur.
Við erum búin að skrifa undir leigusamninginn og ætlum að flytja þangað helgina 19-22 Ágúst.
miðvikudagur, júlí 27, 2005
laugardagur, júlí 23, 2005
Til Hamingju!
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Seint koma Bloggin, en koma Þó
Það er margt búið að gerast síðan við settumst niður síðast að blogga. Hérna verður stiklað á stóru...
Indiana Ferð
Fórum til Indiana að heimsækja Högna, Fanney, Hildi og Kristínu í viku. Ég og Högni vorum duglegir í golfinu og fórum líka í bíljard (Pool). Andrea og Fanney fórum á "Djammið" sem var víst eitthvað smá misheppnað þar sem að flestir gestirnir á staðnum þar sem þær fóru á var með mikið af tannlausu fólki :) æ æ æ
Við fórum í mat til vinafólks þeirra, íslensk kona að nafni Ragnhildur og eiginmaður hennar John (Jónsi), á fjórða Júlí, sem eins og ALLIR vita, er þjóðhátíðardagur bandaríkjamanna. Þar héldu við uppá daginn, með smá 17. júní stemmingu.
Hildur hélt uppá afmælið sitt daginn sem við fórum, og var þar þrusu partý.
Kristófer í Soccer Camp
Kristófer er byrjaður í fótbolta-æfingabúðum, og er hann þar frá 9 á morgnana til 3 á daginn. Mjög gaman hjá honum, fyrir utan það að núna er hitabylgja í gangi sem keyrir hitann um og yfir 33 gráðurnar.
Selma systir er orðin mamma.
Systir mín Selma Víðisdóttir er orðin mamma. Hún eignaðist strák þann 14. Júlí og óskum við henni og Andrew roslega mikið til hamingju. Okkur skilst að strákurinn líksti mér og Kristóferi rosalega mikið og er það tilefni til enn frekari hamingju-óska :)
10 ár saman
Við Andrea héldum uppá 10 ára "viltu byrja með mér" afmæli 14. júlí (Sama dag og strákurinn þeirra Selmu og Andrew´s kemur í heiminn) með því að fara út að borða á Cheese Cake Factory og síðan á Cirq Du Solei. Maturinn var æðislega góður en sýningin var alveg ógleymanleg og mælum við eindregið með henni við alla sem geta komið því við.
Meira og ýtarlegara seinna... við setjum síðan myndir inn seinna í dag frá þessu tímabili.
Indiana Ferð
Fórum til Indiana að heimsækja Högna, Fanney, Hildi og Kristínu í viku. Ég og Högni vorum duglegir í golfinu og fórum líka í bíljard (Pool). Andrea og Fanney fórum á "Djammið" sem var víst eitthvað smá misheppnað þar sem að flestir gestirnir á staðnum þar sem þær fóru á var með mikið af tannlausu fólki :) æ æ æ
Við fórum í mat til vinafólks þeirra, íslensk kona að nafni Ragnhildur og eiginmaður hennar John (Jónsi), á fjórða Júlí, sem eins og ALLIR vita, er þjóðhátíðardagur bandaríkjamanna. Þar héldu við uppá daginn, með smá 17. júní stemmingu.
Hildur hélt uppá afmælið sitt daginn sem við fórum, og var þar þrusu partý.
Kristófer í Soccer Camp
Kristófer er byrjaður í fótbolta-æfingabúðum, og er hann þar frá 9 á morgnana til 3 á daginn. Mjög gaman hjá honum, fyrir utan það að núna er hitabylgja í gangi sem keyrir hitann um og yfir 33 gráðurnar.
Selma systir er orðin mamma.
Systir mín Selma Víðisdóttir er orðin mamma. Hún eignaðist strák þann 14. Júlí og óskum við henni og Andrew roslega mikið til hamingju. Okkur skilst að strákurinn líksti mér og Kristóferi rosalega mikið og er það tilefni til enn frekari hamingju-óska :)
10 ár saman
Við Andrea héldum uppá 10 ára "viltu byrja með mér" afmæli 14. júlí (Sama dag og strákurinn þeirra Selmu og Andrew´s kemur í heiminn) með því að fara út að borða á Cheese Cake Factory og síðan á Cirq Du Solei. Maturinn var æðislega góður en sýningin var alveg ógleymanleg og mælum við eindregið með henni við alla sem geta komið því við.
Meira og ýtarlegara seinna... við setjum síðan myndir inn seinna í dag frá þessu tímabili.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)