miðvikudagur, nóvember 30, 2005
Hildur og Kristófer hjá snjókarlinum sem þau bjuggu til.
Thanksgiving...
við skruppum aftur í "kofann" góða í fjöllum Vestur Virginíu, nánar tiltekið í bæ sem heitir Moundsville og hittum Fanney, Högna og fj. og vorum þar með þeim í nokkra daga. Við vorum eitthvað tvístígandi með ferðina því veðurspáin fyrir staðinn leit nú ekkert voðalega vel út...átti að vera snjókoma og slydda til skiptist allan tíman. En við ákváðum eftir að hafa hætt við og svo hætt við að hætta við nokkrum sinnum að amk. reyna þetta. Ferðin gekk alveg ágætlega þar til við komum í vesturhluta Pennsylvaniu, en þar var blindhríð og umferð gekk mjög hægt. Eftir 10 tíma keyrslu komumst við loksins til Moundsville rétt undir miðnætti. Við vorum þar í 4 daga og mikil ósköp var étið. Það var auðvitað eldaður kalkúnn með öllu tilheyrandi, sem lukkaðist líka svona ljómandi vel. Þarna fundum við líka eina flottustu jólaljósa sýningu í Bandaríkjunum og kom það okkur öllum í voðalegt jólaskap.
Núna um helgina er okkur svo ekkert að vanbúnaði og jólaskrautinu verður hent upp í allri sinni dýrð og bakaðar nokkrar smákökur. Við Kristófer fengum okkur jóla svuntur í stíl svo við verðum glæsileg í smáköku bakstrinum. Svo eru nú reyndar enn nokkrir jólapakkar sem á eftir að kaupa líka en það eru alltaf nokkrir sem eru til vandræða...nefnum engin nöfn :)
Jiii, eins gott að ég gleymi ekki aðal fréttunum...það lítur út fyrir að Rúna systir komi og verði hjá okkur yfir jólin. JEEEIII!!! Það verður alveg æðislegt að hafa hana hjá okkur og góð tilbreyting að hafa ættingja hjá okkur yfir jólahátíðina.
Annars er jólaösin hérna alveg að gera útaf við mann...hvaðan kemur allt þetta fólk segi ég nú bara! Mollin eru kjaftfull út úr dyrum og engin stæði að fá, allar búðir fullar af fólki sama hvuslags búð það er...skil þetta barasta ekki. Skrapp út í Shop Rite í gærkvöldi kl 22 og það var alveg brjálað að gera...aldrei séð svona mikið af fólki versla þarna á þessum tíma.
Góða helgi!
P.S. Fyrir þá sem hafa óskað þess, er nýja heimilisfangið okkar eftirfarandi:
21 Dumont Court,
Lawrenceville.
New Jersey, 08648.
USA
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Hitt og þetta...
Jæja, Kristófer er allur að koma til og fór í skólann í dag í fysta sinn síðan síðasta miðvikudag. Þetta er alveg agalega leiðinlegt þegar hann fær þessa strepptakokka því hann verður svo hræðilega lasinn. Ekki bætti úr að í þetta skiptið fylgdi þessu eyrnabólga í þokkabót. Greyjið var með yfir 40 stiga hita í 4 daga og algjörlega lystarlaus, sem gerði það að verkum að hann var orðinn ansi veiklulegur og tekinn í gær, að við ákváðum að halda honum heima í gær svo hann myndi ná sér að mestu áður en hann færi aftur í skólann.
Við fengum ágætis staðfestingu á því hvað hann væri slappur s.l. laugardag, ég var orðin frekar áhyggjufull yfir því að hann væri ekkert búinn að borða af ráði í 3 daga. Ég bauð honum ís...banana...súkkulaði...brauð...en hann hristi bara hausinn. Svo ég að ég bað hann að nefna hvað sem er sem hann vildi og ég myndi útbúa það fyrir hann...og hvað haldiði? Tveim tímum síðar heyrðist í honum "mamma...mig langar í brokkolí súpu". Strákurinn sem kúgast við það eitt ef græmeti er nefnt á nafn í hans viðurvist...bað um brokkolí súpu! Þá litum við Emmi á hvort annað og hugsuðum bæði...OK?!? Hann er augljóslega mjög lasinn! En það var greinilega það sem hann vildi því hann kláraði heila skál með góðri lyst...góð tilbreyting það.
Annað í fréttum er að ég byrja í sjúkraþjálfun í dag...jeiii! Svo er það lögfræðingur á morgun, ákváðum að við þyrftum að fá eitt stk svoleiðis til að sjá um þetta árekstramál því þetta er allt svo flókið eitthvað.
Ég gleymdi alltaf að segja ykkur frá því að ég er orðin "homeroom parent" í skólanum hans Kristófers. Það felur í sér að sjá um partý og þessháttar með nokkrum öðrum mömmum sem buðu sig fram til þess sama. Fyrsta partýið var í þarsíðustu viku, United Nations Day og þá áttu foreldrar barnanna að mæta með "útlenskan" mat eða eftirrétt. Við Kristófer slóum í gegn með íslenskar upprúllaðar pönnukökur, þær runnu út eins og heitar...ömm...lummur. Þeim fannst það reyndar furðulegt að við stilltum pönnukökunum upp á desert borðinu, ekki alveg að meðtaka það að hafa pönnukökur í desert.
Halloween lukkaðist alveg rosalega vel hjá okkur. Okkur var boðið í mat til John og Lisu um sex leitið. Svo fórum við um hverfið þeirra með strákana að "trick or treat" og greinilegt að allir þekkja alla í hverfinu þeirra svo að strákarnir fengu að vaða í nammiskálarnar og taka sér sælgæti að vild...ekkert skammtað þar. Svo Kristófer á hérna áreiðanlega 2-3 kíló af sælgæti á eftir að duga honum amk. fram að næsta Halloween.
Kveðja NJ-gengið.
P.s. gestabókin er alltaf á sama gamla góða staðnum ;o)
föstudagur, nóvember 04, 2005
Kistófer slappur
Litli Lasarúsinn okkar er mjög slappur þessa dagana. Hann vaknaði í gær með rúmlega 41c stiga hita og bólgna eitla í hálsinum. Við þurftum síðan að eyða um 2 tímum í gær, keyrandi um í leit að lækni sem vildi skoða hann strax. Heimilislæknirinn okkar er ekkert voðalega liðlegur þegar kemur að svona málum. Þegar læknirinn, sem við náðum loksins í skottið á, skoðaði hann, kom í ljós að hann er með Streptakokka og eyrnabólgu. Þannig að Kristófer var heima í gær og í dag, og verður það þar til hann hefur jafnað sig. Við vonum bara að hann verði orðinn hress á sunnudaginn til að geta spilað í síðasta leik sínum í fótboltanum.
Við erum búin að "taka til" í október albúminu okkar og skrifa við myndirnar þar. Næst á dagskrá Safarí albúmið.
Kveðja
Elmar og Andrea
Ps. eruð þið búin að taka eftir því að dollarinn er á einstöku tilboði um þessar mundir eða 59.99! Algjört Bónus verð :)
Við erum búin að "taka til" í október albúminu okkar og skrifa við myndirnar þar. Næst á dagskrá Safarí albúmið.
Kveðja
Elmar og Andrea
Ps. eruð þið búin að taka eftir því að dollarinn er á einstöku tilboði um þessar mundir eða 59.99! Algjört Bónus verð :)
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Nýjar Myndir, Ný Albúm
Hæ hæ góðir lesendur,
Mig langaði bara að láta ykkur vita að það eru komin 2 ný almbúm hjá okkur, ég var samt ekki að nenna að flokka þetta allt. eða skrifa eitthvað við hverja mynd.
þannig að þið verðið bara að skoða allt :)
Nýju ambúmin eru Safarí, sem er frá Safarí ferð sem við fórum í með Magnúsi. Seinna almbúmið er Óktóber 2005 sem er samansafn af myndum sem voru teknar í Óktóber, meðal annars Halloween myndir og annað slíkt.
Mig langaði bara að láta ykkur vita að það eru komin 2 ný almbúm hjá okkur, ég var samt ekki að nenna að flokka þetta allt. eða skrifa eitthvað við hverja mynd.
þannig að þið verðið bara að skoða allt :)
Nýju ambúmin eru Safarí, sem er frá Safarí ferð sem við fórum í með Magnúsi. Seinna almbúmið er Óktóber 2005 sem er samansafn af myndum sem voru teknar í Óktóber, meðal annars Halloween myndir og annað slíkt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)