þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Hitt og þetta...



Jæja, Kristófer er allur að koma til og fór í skólann í dag í fysta sinn síðan síðasta miðvikudag. Þetta er alveg agalega leiðinlegt þegar hann fær þessa strepptakokka því hann verður svo hræðilega lasinn. Ekki bætti úr að í þetta skiptið fylgdi þessu eyrnabólga í þokkabót. Greyjið var með yfir 40 stiga hita í 4 daga og algjörlega lystarlaus, sem gerði það að verkum að hann var orðinn ansi veiklulegur og tekinn í gær, að við ákváðum að halda honum heima í gær svo hann myndi ná sér að mestu áður en hann færi aftur í skólann.


Við fengum ágætis staðfestingu á því hvað hann væri slappur s.l. laugardag, ég var orðin frekar áhyggjufull yfir því að hann væri ekkert búinn að borða af ráði í 3 daga. Ég bauð honum ís...banana...súkkulaði...brauð...en hann hristi bara hausinn. Svo ég að ég bað hann að nefna hvað sem er sem hann vildi og ég myndi útbúa það fyrir hann...og hvað haldiði? Tveim tímum síðar heyrðist í honum "mamma...mig langar í brokkolí súpu". Strákurinn sem kúgast við það eitt ef græmeti er nefnt á nafn í hans viðurvist...bað um brokkolí súpu! Þá litum við Emmi á hvort annað og hugsuðum bæði...OK?!? Hann er augljóslega mjög lasinn! En það var greinilega það sem hann vildi því hann kláraði heila skál með góðri lyst...góð tilbreyting það.

Annað í fréttum er að ég byrja í sjúkraþjálfun í dag...jeiii! Svo er það lögfræðingur á morgun, ákváðum að við þyrftum að fá eitt stk svoleiðis til að sjá um þetta árekstramál því þetta er allt svo flókið eitthvað.

Ég gleymdi alltaf að segja ykkur frá því að ég er orðin "homeroom parent" í skólanum hans Kristófers. Það felur í sér að sjá um partý og þessháttar með nokkrum öðrum mömmum sem buðu sig fram til þess sama. Fyrsta partýið var í þarsíðustu viku, United Nations Day og þá áttu foreldrar barnanna að mæta með "útlenskan" mat eða eftirrétt. Við Kristófer slóum í gegn með íslenskar upprúllaðar pönnukökur, þær runnu út eins og heitar...ömm...lummur. Þeim fannst það reyndar furðulegt að við stilltum pönnukökunum upp á desert borðinu, ekki alveg að meðtaka það að hafa pönnukökur í desert.

Halloween lukkaðist alveg rosalega vel hjá okkur. Okkur var boðið í mat til John og Lisu um sex leitið. Svo fórum við um hverfið þeirra með strákana að "trick or treat" og greinilegt að allir þekkja alla í hverfinu þeirra svo að strákarnir fengu að vaða í nammiskálarnar og taka sér sælgæti að vild...ekkert skammtað þar. Svo Kristófer á hérna áreiðanlega 2-3 kíló af sælgæti á eftir að duga honum amk. fram að næsta Halloween.

Kveðja NJ-gengið.

P.s. gestabókin er alltaf á sama gamla góða staðnum ;o)

Engin ummæli: