fimmtudagur, mars 30, 2006

Hækkandi hitastig og smá action

Hvað skrifar maður um þegar það er ekkert til að skrifa um? Hm...


Kristófer við morgunverðaborðið. :)

Bryjnar Kristjánsson var í heimsókn hjá okkur frá föstudegi til á Miðvikudegi. Mjög skemmtilegt að hafa hann. Við áttum bara rólega helgi, horfðum á Liverpool vinna Everton, fórum í búðir og spiluðum Trivial Pursuit. Síðan fór hann til New York á mánudaginn og þriðjudaginn og skemmti sér víst mjög vel. Takk fyrir heimsóknina Brynjar.

Annars er það helst í fréttum að SUMARIÐ er komið, hitinn núna úti er um 20 stig og fer hlýnandi. Það er alveg ótrúlegt hvað útlitið breytist við smá sól og hita. Maður verður léttari á sér, og brosir meira. Ég og Kristófer fórum út í fótbolta í gær, bara í smá tíma, en samt nóg til að svitna smá og hann er mjög áhugasamur um fótboltann núna. Ég er búinn að skrá hann í árlega fótbolta prógrammið sem byrjar næsta haust (Kaninn er alltaf með svo mikinn fyrirvara), og ælta líka að skrá hann í fótboltaskólann hjá Mr. Boggs og Mr. Barrett, þannig að hann hefur nóg að gera í boltanum á næstunni. Honum langar líka að fara að taka smá frí frá Karate, orðinn eitthvað þreyttur á þessu.

Við erum svo á leiðinni til Florida í heimsókn til Essý og Gylfa næstkomandi miðvikudag, okkur hlakkar öllum rosa mikið til, þó svo að ég þurfi að vera að vinna, þá er ég samt mjög spenntur, hlakkar til að komast í golfið þarna, og sundlaugina og hitta gömlu góðu vinina okkar aftur. Þetta verður mjög gaman.

Við fórum líka um daginn og keyptum okkur hlaupabretti. ekkert svona lítið hlaupabretti, heldur svona eins og maður myndi finna í sæmilegri rækt hérna. 12% halli, 12 hraðastillingar, með IFit (þar sem maður getur tengt brettið við tölvu til að stjórna æfingum), hægt að hafa 2 notendur til að skrá hversu mikið hefur verið "gengið". Andrea hefur vinninginn þar, kominn með 63 mílur (101 Km) og ég með 14 mílu (22,5 Km). Þarf að fara að vera duglegari til að ná henni, en hún er á þessu bretti á næstum hverjum einasta degi, ég aftur á móti, ekki svo duglegur.

föstudagur, mars 24, 2006

Silvia Night...


Kíkið á nýja myndbandið hennar Silvíu Nóttar. Það er búið að færa það yfir á ensku og alles. Mér líst bara rosalega vel á þetta hjá henni og hlakka til að taka smá áhættu í maí með þetta. Verður bara enn skemmtilegra fyrir vikið :)

þriðjudagur, mars 21, 2006

Staðfesting

Sæl, í framhaldi af síðasta bloggi, vildi ég bara láta vita af þessu...

Jon Corzine (Nýji fylkisstjórinn okkar), sem hafði lofað að koma eignaskattinum niður í það sama og hann var hérna árið 1994, er að halda fjárlaga ræðuna sína núna, og hann staðfesti að hann, mun í raun, HÆKKA endurgreiðsluna um 10%. En endurgreiðslan er furðulegt fyrirbæri hérna, allir eru rukkaðir um eignarskatt og síðan fá sumir endurgreiðslu uppá einhverja dollara, venjulega ekki meira en $200-300 á ári, þannig að 10% hækkun er aukning um $20-30 á ári... Vá, enginn smá munur. Einnig, bara svona til að vera skemmtilegur, mun hann koma með nokkra nýja skatta, þar á meðal...

1. Nýr skattur á bíla sem kosta meira en $45,000.00
2. Nýr skattur á bíla sem eyða meira en 15mpg (Miles Pr. gallon)
3. Hækkun á bjórskattinum, úr $10 pr gallon í $17 pr. gallon

Sjálf ræðan verður kl. 13:00 hérna, eða um 18:00 á íslandi. Þá kemur væntanlega meira í ljós.

Þetta er heimasíðan hjá NJ fylkinu

Óskið okkur góðs gengis :)

föstudagur, mars 17, 2006

Gat nú verið...

Nýji fylkisstjórinn okkar, Jon Corzine, er á fullu þessa dagana að setja saman fjárlögin. Hann var í útvarpinu núna segjandi að hann þurfi líklega að brjóta kosningarloforðið sitt um umbætur í eignaskatt. Þið á íslandi munið eftir honum, borgandi skatt af eignum sem þið eigið nú þegar.

Málið með eignaskattinn hérna er að hann er beinteingdur við skólana, þá skóla sem eru reknir af fylkinu a.m.k. og mér skilst að þú borgir hærri eignaskatt eftir því hversu mikla peninga skólarnir í þínum bæ þurfa á að halda. Hljómar mjög furðulega hingað til, en það er ekki búið þar. Jafnvel þeir bæir hérna, sem hafa einfaldlega ekki skóla, eru samt að borga þennan skatt... af hverju? Af því að þeir eru með Skólastjórn. Já, skólastjórn þó svo að það séu engir skólar. Og fólkið í skólastjórn eru að meirihluta til vinir og vandamenn fylkistjórnarinnar.

Eignarskatturinn var hitamálið í kosningabaráttunni um fylkisstjóra hérna í fyrra, og voru báðir frambjóðendurnir að lofa umbætum. Þannig að núna á að brjóta helsta loforðið, góð byrjun það.

Að lokum lét hann hafa eftir sér að ekkert er útilokað með nýju fjálögunum. Eins og er, er ekki skattur í NJ af mat og fötum, en það gæti breyst. Einnig stendur til að hækka skatt af sígarettum um 1 dollar á pakka, (Núna er pabbi að segja : "Flott hjá honum"). Síðan á líka að hækka bensín skattinn um 5%, bara svona svo að fátt eitt sé nefnt. Eitthvað verður að gera til að gera upp fjárlög með 4-5 billjóna dollara halla.

Síðan er það hinn endinn, hvað verður um allann peninginn sem að NJ hefur í tekjur af hinum og þessum sköttum? Það á að draga úr neyslu hjá stjórninni. Fyrst á að hætta með nokkur "Prógröm" eins og ýmis "After School Programs" sem hjálpar unglingum hérna með því að hafa eitthvað annað að gera en að selja eiturlyf og drepa hvort annað. Síðan á að minnka fjámagn til löggæslu (Gerir stjórnmálamönnum auðveldara með að komast upp með spillinguna sína).

Talandi um Spillingu hérna, hún er svo algeng að hún er orðin lögleg. Já, spilling er lögleg hérna, hún kallast "Pay to Play", eða "borgað fyrir leikinn" og gengur út á það að borga í kosningarsjóði hjá hinum og þessum stjórnmálamönnum og í staðinn, þegar þeir eru komnir í stjórnina, fá þessir aðilar forgang þegar verið er að "bjóða" út samninga við fylkisstjórnina. Þeir borguðu, meðal annars, fyrirtæki hérna út í bæ, 10M dollar fyrir að plana nýbyggingu á skóla sem á að kosta 3M dollara... hmmm, þetta var fyrir 3 árum og það er ekki enn búið að plana þessa byggingu, hvað þá byrjað að byggja hana.

Jæja, ég er búinn að kvarta nóg í bili. Meira síðar.
Elmar

mánudagur, mars 06, 2006

Tvö ný albúm


Nýjar myndir!
Örfáar myndir frá febrúar. Við vorum alveg afspyrnu löt með vélina þann mánuðinn.
Svo eru líka komnar inn nokkrar myndir frá helgarferðinni til Washington og auðvitað frá Þorrablótinu...sem var alveg meiriháttar. Skutla inn bloggi um það fljótlega.

föstudagur, mars 03, 2006

Gón'dænn...

Ég veit að Fanney og Rúna lesa þetta blogg reglulega, ætti eiginlega að verðlauna þær fyrir öll kommentin og gestabókaskrifin. Lots of löv tú jú görls, kíp öpp ðe gúd vörk :o*
En "the others" mættu nú líka láta heyra í sér af og til, bara svona svo maður viti hverjir eru að fylgjast með. Koma svo...!
Jæja, náði loksins í þýsku skvísuna, hana Doreen. Í fjórða sinn sem ég hringdi. Var svona u.m.þ.b. farin að halda að hún vildi bara ekkert heyra mér. Kannski ennþá í fílu eða eitthvað. Svo að ég ákvað að skilja bara eftir skilaboð á símsvaranum hjá henni. Hugsaði með mér að þá væri absólútlí engin hætta á að rekast á hana í fílu..."heiii bitch...you never called!" Ok, aðeins farin að ímynda mér hlutina hérna.
En jæja...var hálfnuð með þessa líka fínu ræðu sem ég var búin að semja í huganum þegar hún pikkar upp tólið..."Elloooo, æm híehr Andrea!" Ég fór alveg í kerfi og varð eins og asni. Var ekki viðbúin því að hún myndi svara svona í miðjum klíðum. Þurfti sísvona að finna röddina mína aftur (tala alltaf í einhverri fáránlegri hátíðni rödd inná símsvara. Alveg ósjálfrátt).
Svona lagað fer í pirrurnar á mér. Þetta er svoooo fáránlega algengt að fólk geri þetta hérna. Veit ekki útaf hverju, kannski að þetta sé til að losna við símasölufólk? Að minnsta kosti er þetta hið versta mál fyrir fólk eins og mig, sem er með fóbíu fyrir símsvörum. Þarf að vera orðin ansi despó til að skilja svoleiðis eftir. Ekki gaman að vita til þess að fólk eigi upptöku af manni fibast (er þetta ekki annars orð?) við að segja eitthvað áhugavert og skemmtilegt...maður vill jú að viðkomandi hringi aftur til baka ef maður er að þessu á annað borð. Svo það er eins gott að hafa skilaboðin krassandi.
Ekki myndi ég nenna að hringja til baka í fólk sem segir eitthvað á þessa leið...
"Heiii, bara ég...hmm...það var nú svo sem ekkert sérstakt...vildi bara...ömm... þúst...heyra í þér"
...greinilega ekkert merkilegt í fréttum á þeim bænum.
Svo er það bara þorrablótið í Washington um helgina. Við ætlum að leggja af stað í dag og gista þar í tvær nætur. Komum svo aftur heim á sunnudaginn. Við erum svo úber spennt að það hálfa væri nóg.
Tók mér smá pásu til að blogga, en nú verð ég að halda áfram að pakka niður og laga til.

Adios amigos!