föstudagur, mars 17, 2006

Gat nú verið...

Nýji fylkisstjórinn okkar, Jon Corzine, er á fullu þessa dagana að setja saman fjárlögin. Hann var í útvarpinu núna segjandi að hann þurfi líklega að brjóta kosningarloforðið sitt um umbætur í eignaskatt. Þið á íslandi munið eftir honum, borgandi skatt af eignum sem þið eigið nú þegar.

Málið með eignaskattinn hérna er að hann er beinteingdur við skólana, þá skóla sem eru reknir af fylkinu a.m.k. og mér skilst að þú borgir hærri eignaskatt eftir því hversu mikla peninga skólarnir í þínum bæ þurfa á að halda. Hljómar mjög furðulega hingað til, en það er ekki búið þar. Jafnvel þeir bæir hérna, sem hafa einfaldlega ekki skóla, eru samt að borga þennan skatt... af hverju? Af því að þeir eru með Skólastjórn. Já, skólastjórn þó svo að það séu engir skólar. Og fólkið í skólastjórn eru að meirihluta til vinir og vandamenn fylkistjórnarinnar.

Eignarskatturinn var hitamálið í kosningabaráttunni um fylkisstjóra hérna í fyrra, og voru báðir frambjóðendurnir að lofa umbætum. Þannig að núna á að brjóta helsta loforðið, góð byrjun það.

Að lokum lét hann hafa eftir sér að ekkert er útilokað með nýju fjálögunum. Eins og er, er ekki skattur í NJ af mat og fötum, en það gæti breyst. Einnig stendur til að hækka skatt af sígarettum um 1 dollar á pakka, (Núna er pabbi að segja : "Flott hjá honum"). Síðan á líka að hækka bensín skattinn um 5%, bara svona svo að fátt eitt sé nefnt. Eitthvað verður að gera til að gera upp fjárlög með 4-5 billjóna dollara halla.

Síðan er það hinn endinn, hvað verður um allann peninginn sem að NJ hefur í tekjur af hinum og þessum sköttum? Það á að draga úr neyslu hjá stjórninni. Fyrst á að hætta með nokkur "Prógröm" eins og ýmis "After School Programs" sem hjálpar unglingum hérna með því að hafa eitthvað annað að gera en að selja eiturlyf og drepa hvort annað. Síðan á að minnka fjámagn til löggæslu (Gerir stjórnmálamönnum auðveldara með að komast upp með spillinguna sína).

Talandi um Spillingu hérna, hún er svo algeng að hún er orðin lögleg. Já, spilling er lögleg hérna, hún kallast "Pay to Play", eða "borgað fyrir leikinn" og gengur út á það að borga í kosningarsjóði hjá hinum og þessum stjórnmálamönnum og í staðinn, þegar þeir eru komnir í stjórnina, fá þessir aðilar forgang þegar verið er að "bjóða" út samninga við fylkisstjórnina. Þeir borguðu, meðal annars, fyrirtæki hérna út í bæ, 10M dollar fyrir að plana nýbyggingu á skóla sem á að kosta 3M dollara... hmmm, þetta var fyrir 3 árum og það er ekki enn búið að plana þessa byggingu, hvað þá byrjað að byggja hana.

Jæja, ég er búinn að kvarta nóg í bili. Meira síðar.
Elmar

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jaaaahááááá. Það er aldeilis, nú er bara kominn tími á að skoða flutning í sveitina. Koma sér úr mafíósafylkinu yfir í kornakrafylkið. Ekkert prómó samt í gangi haha. Jamms hann er hress nýji fylkisstjórinn ykkar. Haldið þið að hann hafi ekki bara sofið hjá Carmellu um síðustu helgi og sé því sokkinn svona djúpt????

Kv, Chang Lee Mao

Hogni Fridriksson sagði...

Ég held að það þýði ekkert annað en að þú leggir á ráðinn um að fá ríkisborgararétt og fara bara í framboð. Ég hef alltaf sagt að það er að minnsta kost 25% mafíuálag á að búa í nú jörsíþ Eignaskatturinn fer að hluta til að borga að skóla en örugglega að mesta leyti í að koma í veg fyrir að fylkisstjórinn endi niðri á jörsí shore með steypustígvéli
a fótunum.

Elmar sagði...

Framboð að minni hálfu kemur aldrei til greina. Grunnlaunin eru of lág og bónusinn er greiddur undir borðið af Tony Soprano og vinum hans, sem ég myndi ekki vilja taka við, og ég veit að steypustígvél fara mér ekki vel.

En það er á stefnuskrá að fá ríkisborgararétt til að geta kosið hérna. Í síðustu kosningum kaus aðeins 44% skráðra kjósenda, og skráðir eru aðeins 46% af íbúum sem hafa rétt til þess... Það fyndna er að allir kvarta, en enginn gerir neitt þegar að því kemur.