Á miðnæti í kvöld rennur í gildi ný lög, sem var "Barn" eldri fylkisstjórans hans Dick Cody or nýji fylkisstjórinn okkar, hann Jon Corzine, samþykkti. Þessi lög banna reykingar innandyra alls staðar í NJ. Allir veitingastaðir, barir, skemmtistaðir, skrifstofubyggingar og alls staðar sem getur talist opinber vetvangur. Ella og Maggi, það má ekki lengur reykja á Kat-man-Dú. Ég sem reykingarmaður skil þetta vel, við hjónin viljum ekki einu sinni reykja heima hjá okkur, við reykjum úti á svölunum hjá okkur og erum sátt við það, sama í hvaða veðri. Steikjandi hita eða algjöru frosti.
En það er núna verið að ræða um viðbót við lögin. Það er sérstök nefnd sem sér um slíkar viðbætur og er samansett af, eftir því sem að einn virtasti stjórnmála-fréttamaður hérna í NJ segir, andlitslausum og nafnlausum einstaklingum sem hafa ekkert betra að gera. Og þessi nefnd hefur ákveðið að, ekki aðeins má ekki lengur reykja á þessum stöðum, heldur skal það verða bannað að reykja innan 25 fetum (7.62 metrum) frá dyrum að þessum stöðum... Ok, það þýðir að ekki má reykja í 90% af New Jersey, þar sem meirihlutinn hérna eru verslanir, veitingarstaðir, barir og aðrir opinberir staðir.
Ef við myndum fara á Panera (skemmtilegur lítill veitingastaður), og fá okkur að borða ÚTI þar sem þeir hafa borð fyrir viðskiptavini sína. þá má ekki reykja þar. Og það er ekki hægt að fara 7 metra frá dyrunum án þess að vera of nálægt næstu verslun. þannig að þar má ekki heldur reykja þar...
Eini staðurinn sem má reykja á, er inná heimilinu þínu. Í okkar tilfelli á svölunum heima hjá okkur... sem betur fer búum við ekki í 7 metra fjarlægð frá næstu verslun, hún er nálægt, en ekki undir 7.62 metrum... annars mættum við ekki reykja þar og þyrftum að færa reykingar okkar innandyra.. einmitt, mjög holt fyrir andrúmsloftið það !!!
Meira frá einum pirruðum seinna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ha,ha hvernig væri bara að hætta að reykja..........til lengri tíma væri það sennilega besta lausnin eða hvað ????
Kv. Þorgrímur Þráinson !!!
Auðvitað er það besta lausnin. En það er ekki hægt að taka þá ákvörðun fyrir mann, maður verður að gera það sjálfur þegar maður er tilbúinn til þess. Þetta er bara spurning um að fá að gera það sem maður vill... innan hæfilegra marka.
Hva, ég hélt að allir í mafíunni reyktu og því yrði NJ aldrei reyklaus eins og útlit er nú fyrir. Tony er greinilega eitthvað farið að förlast.
Kv, Fanney
Þetta er athyglisverð greining kannski er markaður fyrir kort af NJ með smoking zones staðir sem eru meira en 7.62 metrar frá stöðum sem er bannað að reykja á.
Kveðja,
Smáglæpamaðurinn
Góð hugmynd Högni, við ættum að skella okkur á þetta og verða ríkir :)
Ég segi þetta núna til þess að geta sagt "Hey, við ætluðum að gera þetta og verða ríkir", þegar einhver annar lætur verða af þessu og þetta selur grimmt.
Skrifa ummæli