þriðjudagur, maí 30, 2006

The attack of the 7 ft spider...

Össs...sumarið er komið með látum, raki, hiti og ógeðslegar pöddur á sveimi. Mér til ómældrar ánægju...eða þannig sko :o/

Ég pikkaði upp alveg hreint með afbrigðum ógeðfeldan "hitch-hiker" í gærmorgun. Það vildi þannig til að ég steig berfætt á eina þá skelfilegustu könguló sem ég hef augum litið! Fannst þetta nú heldur minna á sporðdreka í útliti en könguló, en ég ætla ekkert að athuga hvort svoleiðis fyrirbæri þrífist hér. *HROLLUR!* Nógu hrædd er ég við köngulærnar.

Ég sat bara í mínum mestu makindum úti á svölum (í syndinni) með Elmar á línunni og stend á fætur.
"Hmmm...hvaða drasl er þetta eiginlega fast undir fætinum á mér?" hugsa ég með mér þegar ég stíg í fótinn.

Ég hristi fótinn til og stíg aftur í hann...

"Hvaða helv...er þetta tappi af flösku búin að soga sig fastann á ilina á mér...hvað í andsk...!!??"

*BRAK OG BRESTIR* (hmm...þar fór tappakenningin fyrir lítið!)

" Plís... PLÍS, ekki vera padda!!!" ég svitna við tilhugsunina eina.

Ég mana mig upp í að kíkja undir fótinn. Viti menn...þar var ófreskan með dauðatak á ilinni (Á-iii) og greinilega búin undir baráttu uppá líf og dauða.

"OJJJJJ...GRRRR...SVITN...AARG...PÚFF!"

Ég hoppa fram og aftur um íbúðina, baðandi út höndum og fótum eins og lífið sjálft lægi við!

Allt kom fyrir ekki, skrímslið var ekki á leiðinni að sleppa takinu.

(Emmi ennþá á línunni og hefur ekki hugmynd hvað er eiginlega á seiði á hinum endanum)

Eftir mikla baráttu, dró ég andann djúpt og ákvað ég að myrða kvikindið með því að skella fætinum niður af öllu afli. SPLATT!

Svona eftir á að hyggja hefði ég betur átt að skarklappast út á svalir og ganga frá henni þar, því eftir situr stærðarinnar klessa í nýja fína teppinu okkar.

Eða hvað? Hefði þá ekki öll fjölskyldan hennar komið í jarðaförina? Herre gud!

föstudagur, maí 26, 2006

Í fréttum er þetta helst...

Vá er svona langt síðan við blogguðum? *ROÐN*

Við héldum smá júró partí síðastliðinn laugardag. Við buðum Eggerti, Ásu, Óla og Maríusi í heimsókn að horfa á keppnina og borða góðan mat með okkur. Þar sem Ísland var ekki með, urðum við að finna einhverja aðra leið til að hafa gaman af þessu. Eggert kom okkur á óvart með frábærri lausn. Hann kom með miða með öllum löndunum sem voru að taka þátt og síðan var dregið þangað til enginn miði var eftir og keppnin snérist síðan um hver dró þjóðina sem sigraði. Sigurveginn fékk síðan flottann "Bikar". Kristófer vann þetta með yfirburðum, með Finnlandi. "Bikarinn" var RISA Pez karl.

Við erum á fullu að leita að sumarhúsi í Ágúst ásamt Elllu og co. Held að það sé búið að ákveða að það verði einhverstaðar með ströndum Norður Karólínu. Við höfum heyrt að þar sé mjög fallegt og gott að vera. Við ætlum að vera þar í viku og skilyrði að þar sé einka-sundlaug, grill og nálægt ströndinni. Þetta á eftir að vera MJÖG gaman og gott að komast í langþráð frí.

Annars er fyrsti frídagurinn minn á árinu núna á mánudaginn...jeii! Það er Memorial Day Weekend þessa helgina sem þýðir að allir eru í fríi á mánudaginn. Sundlaugin okkar á að opna núna á laugardaginn. Kristófer telur niður og við verðum ábyggilega með annan fótinn þar yfir helgina. Svo er búið að bjóða Kristófer í "sleepover" á sunnudaginn, sem þýðir bara eitt fyrir okkur hjónakornin...date-night! Fyrst að við erum ekki ennþá komin með barnapíu eru þetta einu tækifærin sem við fáum til að komast út aðeins. Svo á mánudaginn er okkur boðið í grillpartý, það verður ljúft því að við fáum ekki að vera með grill hérna í hverfinu og það er eitthvað sem við söknum alveg gríðarlega...djúsí grillmatur.

Ég náði einhvern veginn að sprengja hljóðhimnuna mína fyrir 2 dögum, og það í svefni, furðulegt það. Vaknaði bara með blóðpoll á koddanum. Okkur leist nú ekkert á þetta svo ég skutlaðist til læknis. Hún var alveg undrandi að ég finndi ekkert til og spurði mig margsinnis hvort ég heyrði alveg örugglega með eyranu. Eina sem háði mér var að þessu fylgdi mikill svimi en þetta er allt að jafna sig.

Kristófer á bara tæpar 3 vikur eftir í skólanum. Hann er orðin frekar spenntur yfir því að komast í frí, enda mikil keyrsla í skólunum hérna og lítið um frí.

Við erum búin að finnar sumarbúðir sem byrja s.p. júní og enda um miðjan júlí. Erum svona að spá í að koma honum á það. 3 vikur af m.a. sundi, tölvukennslu, íþróttum og því sem að hann vill helst stunda, en hann fær sjálfur að velja greinar og setja saman dagskránna. Ágætt að hafa eitthvað svona til að brúa bilið þar til Baltasar kemur í ágúst. Svo eru auðvitað fótboltaæfingarnar og keppt um helgar, svo að drengnum ætti nú ekki að leiðast.

Loksins er komið alvöru sumarveður hjá okkur. Búið að vera frekar leiðinlegt undafarnar vikur, rigning, rok og frekar kalt. En svo eins og hendi væri veifað snarbreyttist það og er búið að vera alveg frábært í dag og í gær. Ákkúrat núna segir mælirinn mér að hitinn sé í 36 gráðum í forsælu. Veðurfræðingarnir eru sammála um það að nú sé sumarið komið til að vera.

Langar að senda smá "shout-out" á Essý, Gylfa og Co, en þau eru að fara að flytja heim á klakann í næstu viku og standa því í ströngu þessa dagana. Gangi ykkur vel!

Biðjum að heilsa í bili og góða helgi!

Elmar, Andrea og Kristófer.

Ps. við höfum verið alveg ofboðslega löt með myndavélina undanfarið, en ætla samt að setja inn myndirnar frá Flórída og Íslandi á næstu dögum.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Íslandsferðin...

jæja þá erum við mæðginin komin heim úr ofboðslega vel heppnaðri ferð frá Íslandi. Þó svo að veðrið hafi nú ekki alveg leikið við okkur og oftar en ekki, fengum við allar árstíðir á einum degi, var þetta alveg meiriháttar. Þetta var ákkúrat það sem við þurftum á að halda, bæði tvö. Íslenskan hjá Kristófer tók miklum framförum og ekki veitti af því að hún var orðin frekar bjöguð.

En ætli ég láti ekki bara myndirnar tala sínu máli í þetta skiptið...

Kristófer alveg í skýjunum yfir því að vera loksins komin til Íslands!

Rúna frænka knúsuð í bak og fyrir.

Helgi bróðir orðin agalegur töffari.

Við skelltum okkur á Kalla á Þakinu í Borgarleikhúsinu.

Baltasar, Agatha og Kristófer við Tjörnina.

Endurnar og svanirnir á Tjörninni fengu sinn skammt af brauði.

Svo var splaður fótbolti framá kvöld...engin mamma að vakta mann þarna.

Svo var okkur boðið í Keiluhöllina og út að borða á afmælinu hans Baltasars.

Við skoðuðum Þingvelli gaumgæfilega, enda vorum við mjög heppin með veður þennan dag.


Afi Magnús og Kristófer við Gullfoss.

Kristófer fannst erfitt að þurfa að brosa í myndavélina þegar Strokkur var að gjósa.

Við Kristófer við Strokk á Geysis svæðinu.


Kristófer við fossinn Faxa.

Kristófer við Kerið, fannst þetta stórmerkilegt fyrirbæri.



Baltasar, Ella og Kristófer að kveðjast í Keflavík.

Er ennþá með heilann helling af myndum sem ég á eftir að setja í albúm og geri það væntanlega á næstunni. Það var sjaldan dauð stund hjá okkur og alveg hellingur sem við gerðum á þessum stutta tíma.
Ella fær RISA knús frá okkur fyrir það að hafa lánað okkur bílinn sinn allan tímann, en án hans hefði ferðin ekki verið sú sama. Allt annað líf að vera svona frjáls ferða sinna. Takk fyrir okkur elskan :o*
Og Addý fær líka risa knús fyrir að sækja okkur á völlinn og hjálpa okkur að koma öllum á óvart :o*

Annars þökkum við öllum góðar móttökur og góðar stundir saman!

Knús og kossar,
Andrea og Kristófer.