Vá er svona langt síðan við blogguðum? *ROÐN*
Við héldum smá júró partí síðastliðinn laugardag. Við buðum Eggerti, Ásu, Óla og Maríusi í heimsókn að horfa á keppnina og borða góðan mat með okkur. Þar sem Ísland var ekki með, urðum við að finna einhverja aðra leið til að hafa gaman af þessu. Eggert kom okkur á óvart með frábærri lausn. Hann kom með miða með öllum löndunum sem voru að taka þátt og síðan var dregið þangað til enginn miði var eftir og keppnin snérist síðan um hver dró þjóðina sem sigraði. Sigurveginn fékk síðan flottann "Bikar". Kristófer vann þetta með yfirburðum, með Finnlandi. "Bikarinn" var RISA Pez karl.
Við erum á fullu að leita að sumarhúsi í Ágúst ásamt Elllu og co. Held að það sé búið að ákveða að það verði einhverstaðar með ströndum Norður Karólínu. Við höfum heyrt að þar sé mjög fallegt og gott að vera. Við ætlum að vera þar í viku og skilyrði að þar sé einka-sundlaug, grill og nálægt ströndinni. Þetta á eftir að vera MJÖG gaman og gott að komast í langþráð frí.
Annars er fyrsti frídagurinn minn á árinu núna á mánudaginn...jeii! Það er Memorial Day Weekend þessa helgina sem þýðir að allir eru í fríi á mánudaginn. Sundlaugin okkar á að opna núna á laugardaginn. Kristófer telur niður og við verðum ábyggilega með annan fótinn þar yfir helgina. Svo er búið að bjóða Kristófer í "sleepover" á sunnudaginn, sem þýðir bara eitt fyrir okkur hjónakornin...date-night! Fyrst að við erum ekki ennþá komin með barnapíu eru þetta einu tækifærin sem við fáum til að komast út aðeins. Svo á mánudaginn er okkur boðið í grillpartý, það verður ljúft því að við fáum ekki að vera með grill hérna í hverfinu og það er eitthvað sem við söknum alveg gríðarlega...djúsí grillmatur.
Ég náði einhvern veginn að sprengja hljóðhimnuna mína fyrir 2 dögum, og það í svefni, furðulegt það. Vaknaði bara með blóðpoll á koddanum. Okkur leist nú ekkert á þetta svo ég skutlaðist til læknis. Hún var alveg undrandi að ég finndi ekkert til og spurði mig margsinnis hvort ég heyrði alveg örugglega með eyranu. Eina sem háði mér var að þessu fylgdi mikill svimi en þetta er allt að jafna sig.
Kristófer á bara tæpar 3 vikur eftir í skólanum. Hann er orðin frekar spenntur yfir því að komast í frí, enda mikil keyrsla í skólunum hérna og lítið um frí.
Við erum búin að finnar sumarbúðir sem byrja s.p. júní og enda um miðjan júlí. Erum svona að spá í að koma honum á það. 3 vikur af m.a. sundi, tölvukennslu, íþróttum og því sem að hann vill helst stunda, en hann fær sjálfur að velja greinar og setja saman dagskránna. Ágætt að hafa eitthvað svona til að brúa bilið þar til Baltasar kemur í ágúst. Svo eru auðvitað fótboltaæfingarnar og keppt um helgar, svo að drengnum ætti nú ekki að leiðast.
Loksins er komið alvöru sumarveður hjá okkur. Búið að vera frekar leiðinlegt undafarnar vikur, rigning, rok og frekar kalt. En svo eins og hendi væri veifað snarbreyttist það og er búið að vera alveg frábært í dag og í gær. Ákkúrat núna segir mælirinn mér að hitinn sé í 36 gráðum í forsælu. Veðurfræðingarnir eru sammála um það að nú sé sumarið komið til að vera.
Langar að senda smá "shout-out" á Essý, Gylfa og Co, en þau eru að fara að flytja heim á klakann í næstu viku og standa því í ströngu þessa dagana. Gangi ykkur vel!
Biðjum að heilsa í bili og góða helgi!
Elmar, Andrea og Kristófer.
Ps. við höfum verið alveg ofboðslega löt með myndavélina undanfarið, en ætla samt að setja inn myndirnar frá Flórída og Íslandi á næstu dögum.
Við héldum smá júró partí síðastliðinn laugardag. Við buðum Eggerti, Ásu, Óla og Maríusi í heimsókn að horfa á keppnina og borða góðan mat með okkur. Þar sem Ísland var ekki með, urðum við að finna einhverja aðra leið til að hafa gaman af þessu. Eggert kom okkur á óvart með frábærri lausn. Hann kom með miða með öllum löndunum sem voru að taka þátt og síðan var dregið þangað til enginn miði var eftir og keppnin snérist síðan um hver dró þjóðina sem sigraði. Sigurveginn fékk síðan flottann "Bikar". Kristófer vann þetta með yfirburðum, með Finnlandi. "Bikarinn" var RISA Pez karl.
Við erum á fullu að leita að sumarhúsi í Ágúst ásamt Elllu og co. Held að það sé búið að ákveða að það verði einhverstaðar með ströndum Norður Karólínu. Við höfum heyrt að þar sé mjög fallegt og gott að vera. Við ætlum að vera þar í viku og skilyrði að þar sé einka-sundlaug, grill og nálægt ströndinni. Þetta á eftir að vera MJÖG gaman og gott að komast í langþráð frí.
Annars er fyrsti frídagurinn minn á árinu núna á mánudaginn...jeii! Það er Memorial Day Weekend þessa helgina sem þýðir að allir eru í fríi á mánudaginn. Sundlaugin okkar á að opna núna á laugardaginn. Kristófer telur niður og við verðum ábyggilega með annan fótinn þar yfir helgina. Svo er búið að bjóða Kristófer í "sleepover" á sunnudaginn, sem þýðir bara eitt fyrir okkur hjónakornin...date-night! Fyrst að við erum ekki ennþá komin með barnapíu eru þetta einu tækifærin sem við fáum til að komast út aðeins. Svo á mánudaginn er okkur boðið í grillpartý, það verður ljúft því að við fáum ekki að vera með grill hérna í hverfinu og það er eitthvað sem við söknum alveg gríðarlega...djúsí grillmatur.
Ég náði einhvern veginn að sprengja hljóðhimnuna mína fyrir 2 dögum, og það í svefni, furðulegt það. Vaknaði bara með blóðpoll á koddanum. Okkur leist nú ekkert á þetta svo ég skutlaðist til læknis. Hún var alveg undrandi að ég finndi ekkert til og spurði mig margsinnis hvort ég heyrði alveg örugglega með eyranu. Eina sem háði mér var að þessu fylgdi mikill svimi en þetta er allt að jafna sig.
Kristófer á bara tæpar 3 vikur eftir í skólanum. Hann er orðin frekar spenntur yfir því að komast í frí, enda mikil keyrsla í skólunum hérna og lítið um frí.
Við erum búin að finnar sumarbúðir sem byrja s.p. júní og enda um miðjan júlí. Erum svona að spá í að koma honum á það. 3 vikur af m.a. sundi, tölvukennslu, íþróttum og því sem að hann vill helst stunda, en hann fær sjálfur að velja greinar og setja saman dagskránna. Ágætt að hafa eitthvað svona til að brúa bilið þar til Baltasar kemur í ágúst. Svo eru auðvitað fótboltaæfingarnar og keppt um helgar, svo að drengnum ætti nú ekki að leiðast.
Loksins er komið alvöru sumarveður hjá okkur. Búið að vera frekar leiðinlegt undafarnar vikur, rigning, rok og frekar kalt. En svo eins og hendi væri veifað snarbreyttist það og er búið að vera alveg frábært í dag og í gær. Ákkúrat núna segir mælirinn mér að hitinn sé í 36 gráðum í forsælu. Veðurfræðingarnir eru sammála um það að nú sé sumarið komið til að vera.
Langar að senda smá "shout-out" á Essý, Gylfa og Co, en þau eru að fara að flytja heim á klakann í næstu viku og standa því í ströngu þessa dagana. Gangi ykkur vel!
Biðjum að heilsa í bili og góða helgi!
Elmar, Andrea og Kristófer.
Ps. við höfum verið alveg ofboðslega löt með myndavélina undanfarið, en ætla samt að setja inn myndirnar frá Flórída og Íslandi á næstu dögum.
3 ummæli:
Hæ hæ. Hljóðhimnuævintýrið þitt hljómar frekar mikið uggghhhhh. Vona að þér líði betur. Já þið hafið staðið ykkur betur í kringum Júró en við. Misstum af keppninni vegna hita, ælu og fleiru skemmtilegu.
Við mælum með Myrtle Beach (NC/SC). Svæðið þar í kring er frábært. Nóg að gera fyrir alla. Við fórum 2x þangað, annað skipti hótel, hitt skipti condo. Báðar ferðir mjög skemmtilegar. Outerbanks á einnig að vera svaka fallegt en við höfum ekki komið þangað enn sem komið er.
Jæja gott að sjá að það sé búið að losna um bloggstífluna. Gaman væri ef þið settuð nýjar myndir inn fljótlega (ekki það að ég sé samt að kvarta haha).
Bless í bili.
Kv, Ling Ting Ti
Hver sem þessi Ling Ting Ti er, þá talar hún/hann nokkuð góða íslensku.
Leiðinlegt að heyra með ælu og hita, en eins og ég segi alltaf... frekar þið en við :)
Ég er vinkona Dolla dropa. Hann kenndi mér þessa fínu íslensku.
Kær kv, Ling Ting Ti.
Skrifa ummæli