Síðastliðna daga hefur verið mikil hitabylgja og hefur hitinn, í skugga, á svölunum okkar farið mest upp í 42 gráður... Þetta er auðvitað hrein geðveiki. Við erum búin að endurnefna svalirnar okkar í "Helvíti". Maður stígur út og þetta er virkilega eins og að ganga á vegg. Harðann, heitann og rakann vegg. Skinnið á manni byrjar að malla um leið og maður sest niður og maður verður að passa uppá Kristófer í Þessum hita. Hann átti að fara í Soccer Camp þessa vikuna en við hættum við það til að hann myndi ekki bráðna. Hann fer bara í næstu viku í staðinn.
Kristófer fór síðan til tannlæknis í dag, í 6 mánuða skoðun og var allt í himna-lagi. Engar skemmdir á þeim bænum. Flott hjá stráknum þar sem hann burstar sínar eiginn tennur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Já þetta er svipað hjá okkur hérna í IN. Enga samúð samt að fá frá Ástu systir sem er í 35 stiga hita í London og engin loftkæling hvorki í skólanum hjá syni hennar né á neinum heimilum. Ekki hægt að sofa á næturnar fyrir hitamollu og allir sveittir allan daginn, síðan er fólk beðið um að spari vatnið í leiðinni. Lengi lifi Kalli bretaprins haha.
Ég vorkenni ykkur ekki heldur :) er í 35 stiga hita og er að flippa út. Það er svo heitt inni þó ég sé með viftur á fullu. Greyið Thomas stendur sig eins og hetja, svaf vært í alla nótt en ég ekki neitt. Þetta á víst að lækka aðeins á morgun. ÉG VIL FARA TIL 'ISLANDS, þar er bara 15 stig. :)
kveðja
Selma og Thomas
Það varð breyting í gærkvöldi. Það var eins og maður gat séð kalda loftið koma inn og það varð "Brjálað" veður hérna í 2 klst eða svo, sterkur vindur, þrumur og eldingar og mikil rigning. Eftir það hafði hitastigið lækkað um tæplega 15 gráður eða svo, núna er bara eðlilegur hiti... Hitabylgjan er búinn.
NEEEIIII!!!! ég vil hitabylgju... Láttu hana koma aftur áður en ég kem!!! P.s. það er ekkert var í þessar 15 gráður hérna!!!
Ekki panikka Ella! Ágúst er nú vanalega heitari en Júlí :o)
Og Selma...þið hafið mína samúð. Ekkert verra en svona hiti og raki...og engin loftræsting! Við höfum nú kannski ekki efni á að kvarta, við getum amk flúið inn í kælt hús. Vona að þetta fari nú að skána hjá ykkur fljótlega.
Kv. Adda
Hmm I love the idea behind this website, very unique.
»
Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»
Skrifa ummæli