Hvað á maður að skrifa um þegar ekkert sérstakt er í fréttum? Veðrið bara...er það ekki?
Jæja það er amk farið að vera almennilegt hérna. Loksins! Kannski einum of gott fyrir minn smekk. Hitaviðvörum hjá okkur í dag, á að fara yfir 100 F þegar líða tekur á daginn. Veit nú ekki hvað það þýðist yfir á íslenskan mælikvarða...ætli það sé ekki um 40 stig eða svo.
Skrapp í sund í fyrradag, er ennþá að gjalda fyrir það að hafa gleymt sólarvörninni. Er eins og karfi. Þó svo að ég hafi bara verið þar í 40 mín náði ég að brenna mig...og það illa. Þufti einmitt á því að halda að fá fleiri hrukkur, svona útá kæruleysið eitt saman. Þori ekki fyrir mitt litla líf að fara aftur þessa vikuna...og í næstu viku verður það SPF 200 takk fyrir! Búin að gleyma hvað svona bruna fylgja mikil óþægindi, kláði, blöðrur og flagnandi skinn...alveg hreint bjútifúl.
Emmi er úti á plani að þrífa bílinn...í tuttugasta skipti síðan hann fékk hann held ég :) Sér skít sem ég sé ekki...og þá er nú mikið sagt. Ekki að ég hafi eitthvað á móti því. Ekki slæmt að rúnta um á sjænuðum og fínum bíl á hverjum degi.
Emmi og Kristófer fóru í rosalegan hjólreiðatúr í gær. Það liggur skurður hérna rétt hjá sem er vinsæl hjólaleið og maður kemst víst lengst útí buskan ef maður fer með honum. Það er frábært. Það er yfirleitt erfitt að komast góðar vegalengdir hérna í Ameríkunni gangandi, hvað þá á hjóli. Hér er lítið um gangstéttir og ef maður er það heppin að finna svoleiðis fyrirbæri, þýðir það ekki endilega að maður komist eitthvað. Þær enda oft á kjánalegum stöðum eins og t.d. inni í miðjum skógi eða við á og engin brú þar yfir. Við umferðaþungar götur sem engin gönguljós eru, nú eða bara í bútum hér og þar, svona til málamynda. Þannig að það er ekki nóg að eiga hjól...maður verður nú að geta farið eitthvað á því.
Kristófer er hjá vinum sínum, Oliver og Luciano núna. Þeir eru bara að hjálpa til úti á pizzastaðnum sem fjölskyldan á. Setja saman pizzu kassa og svoleiðis. Minn bara komin í vinnu 8 ára! Honum finnst þetta æði. Þeir ætla síðan allir að koma hingað á eftir og fara í sund með Emma. Ég held mig bara heima á meðan fyrst það er svona heitt. Búhúú!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Æi greyið mitt að hafa brennt þig svona. Já það er sama hitabylgjan hjá okkur. Slip n slide sem að þið gáfuð Hildi á síðasta ári svínvirkar ennþá og er núna mikið notuð. Ég þori einmitt ekki út fyrir húsins dyr nema með spf 56 á mér. Man enn fyrir langa löngu síðast þegar ég brann og þvílík óþægindi. Þú færð því MIKLA samúð frá mér. Láttu nú karlinn maka after sun á þig á 2 tíma fresti og Aloe Vera geli inn á milli. Það flýtir fyrir bata og þér líður vonandi betur á eftir darling.
Knús, Fannsa
Here are some links that I believe will be interested
I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»
I like it! Good job. Go on.
»
Skrifa ummæli