Ég var að spjalla við systur mína í Englandi og hún sagði mér að hún hafði reynt að commenta á eitt blogg sem ég hafði skrifað en það kom ekki inn. Ástæðan var að hún hafði ekki tekið eftir þessu "Word Confirmation" sem kemur alltaf neðst. Ég tók þá ákvörðun um að taka það út. Ég hafði sett það inn á sínum tíma til að hætta að fá rusl-comment. En það er ekki þess virði ef það það hindrar fólk, sem vill commenta, við að commenta.
Þegar maður er að blogga er MJÖG gamana að fá comment eða skrif í gestabókina. Þetta gerir blogg "vinnuna" alveg þess virði. Ég hefði alveg viljað geta lesið commentið frá systur minni, en hún reynir kannski aftur núna.
Annað í fréttum af daglegu lífi okkar....
Við fengum góða heimsókn frá Indiana um síðustu helgi. Högni, Fanney, Hildur og Kristín komu til okkar á föstudaginn og gistu alveg til mánudags. Þetta var mjög skemmtileg helgi og varð til þess að golf-áhuginn kviknaði aftur. Við Högni fundum líka svona skemmtilegan völl, sem er bara með par 3 holur og einngöngu 9 holur. Það er ekki alltaf stuð fyrir því að fara 18 langar holur, og var þetta mjög góð tilbreyting. Síðan var spilað á hverju kvöldi, alltaf einhver ný spil. Var gott að komast í þann íslenska fíling.
Á 4. Júlí var okkur svo boðið í heimsókn til Ninne og fjölskyldu. En þau buðu okkur að horfa á "leikinn", HM leikurinn á milli Þýskalands og Ítalíu. Síðan var grillað á rafmagnsgrill sem þau eiga. George Foreman, risastórt grill á fæti. Heppnaðist mjög vel og við skemmtum okkur konunglega.
Í gær horfðum við á fyrsta þáttinn af Rockstar Supernova og sáum þar íslendinginn Magna. Hann stóð sig bara allt í lagi en ekki meira en það. Andreu fannst sviðframkoma hans eins og hann væri að spila á Sveitaballi... hoppandi um eins og kanína og reynandi að skapa stemmingu með því að fá alla í salnum til að taka undir með sér. Hann er samt með góða rödd og gæti þetta alveg, hann þarf bara að bæta sviðsframkomuna aðeins. Við kusum hann nokkrum sinnum í von um að hann geti haldið áfram og bætt sig í næstu viku. Úrslitin verða svo kynnt á morgun.
Endilega verið svo dugleg að commenta á þessi blogg hjá okkur, sama hvað þið hafið að segja, höfum við gaman af að lesa það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Bara að seigja hæ og láta vita að ég sendi þér fleiri myndir í dag. Rosalega gaman að heyra í þér í gær :)
Lots of love
Selma
Ég sá bara highlights af honum og fannst hann syngja þetta ágætlega, gaman að hann skildi halda áfram.
Haltu áfram að æfa þig í golfinu svo við getum tekið almenninlegan hring þegar við hittumst næst.
Bestu kveðjur,
Yngvi
Here are some links that I believe will be interested
Here are some links that I believe will be interested
Skrifa ummæli