mánudagur, ágúst 07, 2006

Halló...

Úti að borða á alveg meiriháttar stað í Bordentown sem heitir Marcello´s.

Þá eru Ella, Maggi og Baltasar loksins komin til okkar. Þau lentu á fimmtudagskvöldið og ætla svo að vera hérna hjá okkur til 5. september. Það verður voða fínt og það er ýmislegt sem við erum búin að skipuleggja á meðan þau eru hérna. Pabbi (Magnús) ætlar líka að kíkja til okkar í lok mánaðarins í rúmar 2 vikur. Nær rétt að kíkja með okkur í sumarhúsið í Norður Karólínu. En við segjum ykkur frá því öllu saman þegar þar að kemur.
Já annað merkilegt í fréttum er að við erum barasta komin með barnapíu...og það meira að segja tvær! Svo að við erum með eina til vara ef hin klikkar, ekki slæmt það.
Jæja vildi bara skutla inn nokkum línum til að láta vita af okkur :)

Ps. Nýjar myndir í Ágúst albúmi!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið var að maður fékk einhverjar fréttir af ykkur :) Þið lítið öll alveg rosalega vel út, Andrea er stórglæsileg, elska kjólinn hennar. Hvar fékk hún hann ??? Fer til Íslands á morgun jippý, en fylgist samt með ykkur elskurnar. Kossar og knús frá mér og Thomasi

Nafnlaus sagði...

Já glæsileg mynd af ykkur. Fallegar systur.......já já strákar þið eruð svaka sætir líka hehe. Já Andrea í hvaða glæsilegu múnderingu ertu í? Ekki er þetta kjóllinn sem að þú ætlaðir að sauma? Hélt að hann hefði verið úr sægrænu efni?

Skemmtið ykkur vel.
Kv, Fanney

Andrea sagði...

Takk skvísur! *roðn*
Ég datt niður á þennan kjól í Target fyrir nokkrum dögum. Þið getið séð hann á heimasíðunni hjá þeim undir "Paul et Joe". Kostaði HEILA $29.99...algjört okur hahaha ;o) Fæst líka í bláu...hann er mjög sætur líka.
Nei Fanney, kjólinn sem ég er að sauma er ekki alveg til. Á eftir að festa ermarnar á og loka hliðunum. Og jú, hann er sægrænn. Þarf að drífa í honum þegar tími gefst. Amk áður en sumarið er liðið :o)
Góða ferð til Íslands Selma!
Kveðja,
Andrea.