þriðjudagur, september 05, 2006

Áfram Magni og Ísland...

Ég var að ljúka við að gefa Magna svona um 500 atkvæði og fór að hugsa um morgundaginn. Það eru 2 hlutir að gerast á morgun sem geta ráðið því hvort að dagurinn verði frábær, sæmilegur eða einfaldlega ömurlegur. Þetta er formulan sem ég kom með...

Magni kemst í lokaþáttinn og Íslendingar sigra Dani = Frábær Dagur !!!
Magni kemst í lokaþáttinn og Íslendingar tapa fyrir Dönum = Sæmilegur Dagur
Magni dettur út og Íslendingar tapa = Ömurlegur dagur.

Þetta verður spennandi að fylgjast með þessu. Ef einhver sem les þetta veit um einhverja útvarpsstöð heima á klakanum sem lýsir leiknum beint, endilega láta mig vita með kommenta kerfinu, eða senda mér e-mail eða jafnvel... hringja í mig :)

langar mikið að geta horft á hann en það verður ekki í boði þannig að bein lýsing verður að duga.

Kveðja í bili og ...

Áfram Magni og Ísland.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig fór svo leikurinn gegn dönum??
Var þetta frábær dagur?

Elmar sagði...

Þetta endaði sem Sæmilegur dagur, Íslendingar töpuðu 2-0.

Fnatur sagði...

Ég hélt að ég hefði staðið mig vel. Kaus hann ca 40x. Þarf greinilega að gera betur næst til hafa í við þig og aðra íslenska unglinga haha.