mánudagur, október 30, 2006

Happy Halloween...

Kristófer vildi vera Kafteinn Jack Sparrow úr Pirates of the Caribbiean. Hérna sjáið þið hann í gervinu góða.

AAAARRRGGGHH


Helgaruppfærsla

Helgin var alveg ótrúleg. Kristófer varð mjög veikur á föstudaginn. Hann þoldi ekki sýklalyfið sitt og ældi mikið um það leiti sem við vorum að fara að svæfa hann, hann var líka kominn með yfir 40 stiga hita og blóðhleypt augu. Við drifum okkur því á sjúkrahúsið og þar fékk hann mjög góða meðferð. Hann fékk hitalækandi um leið og hann kom inn og síðan var læknirinn búinn að skoða hann innin við 20 mín eftir að við komum þangað. Mjög snögt miðað við síðasta skipti sem við vorum þarna með hann. Læknirinn þar ávísaði honum annað sýklalyf og það gékk mikið betur að halda því niðri. Hann var orðinn góður á sunnudaginn. Hann fór meira að segja í halloween partý seinna um daginn og skemmti sér konunglega. Hann er núna farinn í skólann. Eina sem er að hjá honum núna er að hann er með mikið að frunsum og ná þær alveg frá vörunum niður á höku, greyið litla.

Andrea er aftur á móti ennþá veik. Hún er líklegast með flensuna og það tekur smá tíma að ná henni úr sér almennilega. Það stoppaði hana samt ekki í því að elda íslenskt lamb í gær, algjör veisla hjá okkur þar. Ég er ekkert smá heppinn með kvennkostinn minn.

Ég fór síðan í boltann á sunnudags morguninn. Um morgunin hringdi Kirk í mig, en það er maðurinn sem kynnti þetta fyrir mér, og er líka forsetinn yfir deildinni. Hann sagði mér að hann hefði skipt um skoðun og vildi að ég myndi leika með sínu liði. Ekkert mál mín vegna. Þannig að liði mitt er núna "Amici Milano" og erum, eftir helgina í 4ja sæti í deildinni. Við unnum leikinn okkar 4-2. Ég spilaði meirihluta leiksins, var bara tekinn út af í 10 mín í fyrri hálfleik. Ég náði að skora 1 mark. Fyrsta mark leiksins, eftir 5 mín leik. Núna er ég samt að drepast í bakinu, löppunum, maganum og á ýmsum stöðum sem ég varla vissi að ég væri með :) En þetta er alveg þess virði.

föstudagur, október 27, 2006

Algjör bömmer fyrir Kristófer og Andreu

Greyið "litli" strákurinn okkar. Hann er orðinn veikur. Kominn með Streptakoka aftur.

Hann er á svo miklum bömmer því þetta átti að vera frábær helgi fyrir hann. Það er Halloween partý í kvöld sem hann missir af, Íslensku skóli á morgun, og annað partý á sunnudaginn og fótboltinn á laugardaginn og sunnudaginn... Hann er búinn að vera mjög niðurdreginn í allan dag.

Svo til að bæta gráu ofan á svart er Andrea líka veik. Líklega komin með flensu þessi elska. Þannig að þau liggja núna bæði í sitt hvorum sófanum og geta sig varla hreyft.

Þetta sem átti að vera skemmtileg helgi með miklu að gera, verður væntanlega eytt innandyra og ekki miklar hreyfingar, nema frá sófanum í rúmið :)

Ekki gaman.

fimmtudagur, október 26, 2006

Ég er að byrja í Fótbolta aftur

Sæl öll sem þetta lesa. Ég er með smá góðar fréttir handa ykkur. Loksins var haft samband við mig og mér boðið að ganga í áhugamanna fótbolta lið. Liðið heitir WWPSA Cosmos og er neðst í deildinni okkar, sem samanstendur af 6 liðum. Liðið hefur spilað 6 leiki og tapað þeim öllum. Við erum samt með 6 stig af því að í þessari deild er gefið stig fyrir að spila leikina, síðan 2 fyrir jafntefli og 4 fyrir sigur. Liðið hefur í þessum 6 leikjum fengið á sig 38 mörk og skorað aðeins 5.

Þetta ætti nú að geta orðið mjög gaman, þó svo að liðið virðist vera mjög lélegt. Ég vona bara að ég fái að spila í sókninni.

Fyrsti leikurinn minn verður á sunnudaginn kl 10:30 og verður spilað á velli sem hérna rétt hjá.

Óskið mér nú góðs gengis, ég skal láta ykkur vita hvernig gengur.

Heimasíðan hjá deildinni minni

miðvikudagur, október 25, 2006

Já, bjórinn er góður...



Þessi kom í heimsókn til okkar þegar við vorum í sumarhúsinu í North Carolina. Hann kom 2 kvöld í röð til okkar og vældi mikið fyrir utan. Við sinntum því engu fyrr en hann fór að leggja svalirnar hjá okkur í rúst. Það var ekki fyrr en hann fann afgangs bjóra þarna á svölunum sem hann drakk með bestu lyst að hann varð sáttur aftur við lífið og tilveruna. Síðan hvarf hann út í nóttina, sæll og glaður.

laugardagur, október 21, 2006

Ef þið fílið "Ross the Intern" þá verðið þið að sjá þetta! Crocodile Hunter Meets His Match...

Frábærar fréttir...

Eins og súkkulaði fréttirnar hafi nú ekki verið nógu góðar fréttir, kemur eitthvað þessu líkt alveg til að toppa veru okkar hér.
Við vorum að fá bréf frá Utaríkisráðuneytinu þess efnis að það væri verið að fara af stað með Íslenskuskóla í New York. Skólinn á að byrja næstkomandi laugardag og verður annan hvern laugardag fram í Maí nk. Við vorum nú ekki lengi að skrá drenginn. Þó að þetta kosti okkur nokkuð ferðalag er okkur alveg sama. Okkur finnst það alveg þess virði að eyða öðrum hverjum laugardegi í þetta. Svo er bara að krossa fingur og vona að þátttkan verði nægileg svo þetta verði mögulegt.

Jahá og kirsuberið á toppinn...
það er líka búið að stofna nýtt Íslendingafélag í NY. Þeir ætla að hafa 3-4 skipulagðar samkomur á ári. Þorrablót, 17 hátíð og eitthvað fleira spennandi.

Ussssuss...maður þarf bara ekkert orðið að fara heim ;)

fimmtudagur, október 19, 2006

"Litli" strákurinn okkar



Hann Kristófer er að verða fullorðinn. Þessar myndir eru svo flottar að við urðum að setja þær inn til að sýna ykkur hvað hann er orðinn fullorðinslegur.

miðvikudagur, október 18, 2006

Hvernig á að losna við símasölufólk...

Þetta er algjör snilld!
Hlustið á Tom Mabe frá USA gera hrekk í símasölumanni. Þessi maður var alveg komin með uppí kok á því að svara endalausum hringingum frá símasölufólki svo að hann ákvað að gera "smá" at í þeim.

Ég myndi leita mér að annari vinnu eftir svona viðtökur!

Hlusta!

Súkkulaðiskortur í vændum!

Rakst á þetta inná Gestgjafa síðunni og líst ekkert á blikuna...

Nú er illt í efni. Það kvað verða útlit fyrir súkkulaðiskort á næstu árum. Tveir ólíkir plöntusjúkdómar hafa lagst á kakóbaunarunna í Suður- og Mið-Ameríku að undanförnu og þegar hefur dregið úr kakóbaunaframleiðslu um 20% (á heimsvísu). Ef annarhvor sjúkdómurinn eða báðir berast til Afríku (Fílabeinsströndin er mesta kakóræktunarland heimsins), þá er voðinn vís. Sumir vilja bregðast við með því að rækta fram erfðabreyttar kakóbaunir sem eru síður næmar fyrir þessum sjúkdómum en gegn því er þó mikil andstaða. Allavega gæti farið svo að gæðasúkkulaði yrði enn meiri lúxusvara en nú er.

En talandi um súkkulaði...
Haldið þið að ég hafi ekki heldur betur dottið í lukkupottinn í gær. Fór í minn reglulega lambakjöts, smjör, skyr og ostaleiðangur í Whole Foods og hvað haldið þið það þeir séu farnir að selja þar? Nú.. hann Nóa Síríus vin minn! Bæði mjólkur- OG suðusúkkulaði takk fyrir. Svo það er ekki skortur á súkkulaði á þessu heimili... eins og er :)


mánudagur, október 16, 2006

Þetta er helst í fréttum

Sökum mikillar áskorunar síðastliðna daga (Heilir 2 búnir að skora á okkur) þá ákváð ég að skella í nokkrum fréttum af okkur.

Kristófer fór í Sleep-over núna á Laugardaginn. Hjá vini sínum, Oliver. Olvier býr í litlum bæ í Pennsylvaniu sem heitir Doylstown. Ferðin þangað átti að taka bara 40 mínutur eða svo, en við villtumst og vorum heila 2 tíma á leiðinni.

Mary, sem er mamma hans Olivers, bauð uppá heimatilbúna osta, Tómata úr garðinum og rauðvín og við borðuðum svokallað "Brunch" hjá henni. Það var alveg æðislega gott hjá henni.

Síðan um kvöldið fórum við út að borða með Eggerti og Ásu. En þá fórum við á mjög skemmtilegan stað í Princeton sem hét Camillo's Cafe. Sá staður var alveg frábær og fengum við mjög góðan mat þar og meiriháttar þjónustu. Eftir matinn var förinni síðan heitir á Triumph, sem er skemmtistaður í miðbæ Princeton. Fengum okkur bara 1 öllara þar og fórum síðan heim.

Annað í fréttum er að ég spilaði um daginn í hinum árlega Coaches game. En þar koma allir þjálfararnir saman og spila 1 leik í fótbolta. Mér gékk ágætlega, en liðið mitt tapaði 3-1. Ég spilaði meirihlutinn af leiknum, og skoraði eina mark okkar liðs.

Þetta er svona það helsta sem ég man í bili... Kannski það komi meira seinna.

Elmar