mánudagur, október 30, 2006

Helgaruppfærsla

Helgin var alveg ótrúleg. Kristófer varð mjög veikur á föstudaginn. Hann þoldi ekki sýklalyfið sitt og ældi mikið um það leiti sem við vorum að fara að svæfa hann, hann var líka kominn með yfir 40 stiga hita og blóðhleypt augu. Við drifum okkur því á sjúkrahúsið og þar fékk hann mjög góða meðferð. Hann fékk hitalækandi um leið og hann kom inn og síðan var læknirinn búinn að skoða hann innin við 20 mín eftir að við komum þangað. Mjög snögt miðað við síðasta skipti sem við vorum þarna með hann. Læknirinn þar ávísaði honum annað sýklalyf og það gékk mikið betur að halda því niðri. Hann var orðinn góður á sunnudaginn. Hann fór meira að segja í halloween partý seinna um daginn og skemmti sér konunglega. Hann er núna farinn í skólann. Eina sem er að hjá honum núna er að hann er með mikið að frunsum og ná þær alveg frá vörunum niður á höku, greyið litla.

Andrea er aftur á móti ennþá veik. Hún er líklegast með flensuna og það tekur smá tíma að ná henni úr sér almennilega. Það stoppaði hana samt ekki í því að elda íslenskt lamb í gær, algjör veisla hjá okkur þar. Ég er ekkert smá heppinn með kvennkostinn minn.

Ég fór síðan í boltann á sunnudags morguninn. Um morgunin hringdi Kirk í mig, en það er maðurinn sem kynnti þetta fyrir mér, og er líka forsetinn yfir deildinni. Hann sagði mér að hann hefði skipt um skoðun og vildi að ég myndi leika með sínu liði. Ekkert mál mín vegna. Þannig að liði mitt er núna "Amici Milano" og erum, eftir helgina í 4ja sæti í deildinni. Við unnum leikinn okkar 4-2. Ég spilaði meirihluta leiksins, var bara tekinn út af í 10 mín í fyrri hálfleik. Ég náði að skora 1 mark. Fyrsta mark leiksins, eftir 5 mín leik. Núna er ég samt að drepast í bakinu, löppunum, maganum og á ýmsum stöðum sem ég varla vissi að ég væri með :) En þetta er alveg þess virði.

Engin ummæli: