föstudagur, nóvember 03, 2006

Sumarveður og Field Trip

Veðrið er búið að leika við okkur þessa vikuna. Það er búið að vera heiðskýrt og mikið um sól síðasliðna daga. Hitinn fór upp í 22 gráður um daginn og var hægt að sjá fólk á stuttbuxum og stutterma bolum. Á Halloween daginn fórum við í leiðangur um hverfið við hliðan á okkar, þar sem húsin eru ekki leigð út heldur bara keypt. Þar vorum margir á ferðinni og heppnaðist ferðin mjög vel, a.m.k. verður ekki nammi skortur á heimilinu í bili.

Ég tók eftir því að næstum 3ja hvert hús var með til sölu skilti þar, maður er nú alltaf að spá. Það er bara næstum ómögulegt að ætla sér að kaupa hús hérna í New Jersey. Ekki aðeins eru þau metinn á of mikið, heldur þarf maður að borga svo fáránlega háa fasteignaskatta. Þannig að við erum líka að skoða hús í Pennsilvaniu, og ég held að við komum til með að enda þar. En það er gerist ekki strax, eftir svona 1 til 2 ár, býst ég við því að við getum farið að kaupa.

Andrea er að fara með bekknum hans Kristófers í Field Trip (lítið skólaferðalag) til Grounds for Sculpture, sem er höggmynda staður, stór og flottur víst. Kristófer er búið að hlakka svo mikið til þessara ferðar að það mætti halda að hann væri að fara í bíó með bekknum.

Núna eru kosningar á næsta þriðjudag og hlakkar mér mikið til, ekki aðeins er útlit fyrir að Demókratar nái meiruhluta á þinginu heldur, og það sem er mikilvægara, þessar bévítans framboðs auglýsingar hætta loksins. Þessar auglýsingar hafa verið mér til mikils ama. 90% þeirra ganga út það að auglýsa mótframbjóðandann í sem verstu ljósi. "Þessi mun hækka skattana þína", "Þessi gerir bara það sem Bush vill", "Þessi er í rannsókn hjá FBI". Það er naumast valið sem fólkið hérna hefur. Helstu baráttu málin virðast vera stríðið, skattar og menntun... og hver er MINNST spillt/spilltur. Mjög þreytandi allt saman.

1 ummæli:

Fnatur sagði...

Gefins hús í Indiana....mhúahahahaha. Getur étið þig saddan af maís fyrir slikk. Já og það besta er að það er aðal kosturinn.

Kveðja úr næturfrosti, Fannsa