miðvikudagur, janúar 10, 2007

Daprir dagar hjá Liverpool...

Þetta hafa verið vægast sagt hræðilegir dagar upp á síðkastið. Við Liverpool aðdáendur erum nokkuð fúlir eftir að hafa tapað fyrir Arsenal tvisvar sinnum á fjórum dögum. Eiginlega töpuðum við fyrir 2 liðum, A og B liðum Arsenal. Fengum á okkur 9 mörk og skoruðum aðeins 4. Dudek var hræðilegur, náði bara að verja einu vítaspyrnuna sem var gefinn í þessum 2 leikjum. Margir aðrir voru líka hræðilega lélegir. En Arsenal skoraði í næstum hverri sókn sem þeir komust í. Það var eins og vörnin okkar fræga hafi bara ekki verið til staðar í þessum leikjum. Og það sem gerði þetta sárara er að þetta gerðist allt saman á Anfield. Við höfðum ekki tapað leik þar í meira en 8 mánuði og síðan 2 burst í röð. Þetta var ekki gaman.

En nú verður maður bara að vona að þeir rífi sig upp úr þessu og sigri næstu leiki sína, Watford á útivelli er næst og síðan er það Chelsea á Anfield helgina þar á eftir. Það væri flott að byrja nýtt ósigrandi tímabil á Anfield með sigri á Chelsea.

Síðan í Febrúar er það Barcelona, sem að allir þessir svokallaðir sérfræðingar á BBC halda að sé bara tapað nú þegar hjá okkur. En við eigum það nú til að koma sterkum liðum á óvart, þó svo að lítið hafi verið um það á þessu tímabil hingað til.

Ps. ég veit að flestir lesendur hafa ENGAN áhuga á fótbolta, og hvað þá Liverpool... en þetta er mitt blog og ég skrifa bara það sem mér sýnist hérna :)

Það commenta svo fáir hvort sem er að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að láta 1 fótbolta blogg hérna inn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku bróðir :) ég og mamma hugsum alltaf til þín þegar pabbi er að hrósa sigri þessa daganna. Mamma segir alltaf; greyið Elmar nú er hann ekki ánægður með liðið sitt. Ég held að innst inni þá vilji hún að Liverpool vinni pabba lið bara svo hún vita að þér brosandi út í Ameríku. Er núna stödd í Boló og verð á Íslandi til 4. feb. flyt síðan til Ítalíu í mars. Hringjum fjótlega þá segi ég þér allar fréttirnar. Kossar og knús frá mömmu. pabba, mér og Thomasi.

Nafnlaus sagði...

Áfram Manchester United!!.

Nei bara grín. Þú er alltaf í boltanum Emmi minn.

Nafnlaus sagði...

Hræðilegir leikir hjá okkar mönnum. Við skulum vona að Barcelona leikirnir verði jafn spennandi og eftirmiðdagurinn okkar á írska barnum í maí 2005. Ekki skemmir ef úrslitin verða þau sömu :)

Kveðja frá klakanum
Yngvi og Linda

Elmar sagði...

Ég lifi ennþá á þeim leik. Bara hugsunin um hann gefur mér gæsahúð. Ég gékk framhjá barnum um daginn, og gat ekki annað en farið að brosa :)