þriðjudagur, janúar 30, 2007

Áfram Ísland !!!!

Í dag fer fram landsleikur í handbolta. Íslendingar og Danir keppa í undanúrslitun á HM mótinu í Þýskalandi. Stemmingin hérna á heimilinu er gífurleg. Við bíðum öll spennt eftir að leikurinn byrjar kl 2 í dag. Við getum horft á leikina með því að borga fyrir þá á netinu, sem er ágætt. En það jafnast auðvitað ekkert á við að horfa á leikina með íslensku þulunum sem öskra og eru MJÖG hlutdrægir, eins og þetta á að vera. Þulirnir á netinu eru frekar daufir og of gagnrínir á "litla" Ísland. Við ætluðum að reyna að hlusta á beina útsendingu í útvarpinu íslenska og horfa á leikinn, en þetta var alls ekki á sama tíma, fyrst kom myndin og svo löngu síðar kom talið, þetta bara pirraði mann.

Besti leikurinn hingað til var við frakkana, en þá þurftum við að hlusta á lýsingu á frönsku... Maður skildi ekki mörg orð, en við áttum auðvelt með að skilja æsinginn og vonbrigðina í röddinni :)

Ég verð að segja það að í dag á ég eftir að sakna þess að vera ekki á klakanum. Að geta horft á leikinn í góðra vina hóp (allt Ísland) og verið með í fagnaðarlátunum þegar "Strákarnir okkar" vinna. Eða jafnvel þegar "Íslenska landsliðið" tapar. Það er frekar fúlt þegar að leikurinn er búinn þá bíður manns ekkert nema að snúa sér að vinnunnni aftur og klára vinnudaginn, en ég tek mér auðvitað mjög langt hádegishlé í dag, og tek það frekar seint.

Ég vil bara senda ykkur öllum á landinu kalda góða baráttar kveðju og þið vitið af einni fjölskyldu hérna í New Jersey sem á eftir að vera hoppandi og skoppandi fyrir framan tölvuna/sjónvarpið með ykkur þegar leikurinn byrjar.

ÁFRAM ÍSLAND !!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló Kæra Íþróttpeysugengi-þjáist þið af "blogstipation"? Hvað er að frétta?

Nafnlaus sagði...

Halló Kæra Íþróttpeysugengi-þjáist þið af "blogstipation"? Hvað er að frétta?

Nafnlaus sagði...

Jæja NJ lið! Á ekki að uppfæra bloggið með nýjustu fréttum....

bestu kveðjur af kuldanum á klakanum.