Frábærir dagar hjá Liverpool núna. Loksins erum við farnir að vinna þá leiki sem "við eigum að vinna". Maður hefur alltaf horft á þessa leiki og "vitað" að poolararnir ættu að vinna þá, en einhvern vegin höfum við alltaf klúðrað þeim. Annað hvort skilið jafnt eða tap. Oftast voru þetta líka útileikir.
Núna erum við að vinna alla leikina okkar, (já, líka Chelsea leikinn, þar sem ég tel það sigur), og svitnum varla við það... þetta tímabil verður frábært og spennandi. Það er gaman að vera Liverpool maður núna. :)
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
mánudagur, ágúst 27, 2007
Stoltur Pabbi
Já, ég er stoltur pabbi. Ekki af því að ég er ný-orðinn pabbi, eða á leiðinni að verða slíkur aftur. Nei ég var bara að hugsa til þess hvenær ég var sem stoltastur af Kristóferi. og eitt atvik stendur uppúr hjá mér. Þetta var fyrir ári síðan eða svo, Ég var á leik með Kristóferi og liðið hans var að tapa. En í hálfleik, þegar ég var að tala við hann, sá ég að nokkrir strákar úr hinu liðinu, höfðu náð að króa minnst leikmann okkar liðs af og voru að hrinda honum og stríða. Ég benti Kristóferi á þetta og hann var rokinn af stað... hann hljóp niður 1 strák og hrinti niður öðrum, lét vin sinn fara á bak við sig og var alveg reiðubúinn að slást við 5 stráka í einu til að vernda vin sinn. En á þessum tímapunkti, höfðu foreldrar drengjana tekið eftir þessu og voru komnir til að draga þá í burtu. þannig að ekki varð meira úr þessu.
Ekki datt mér í hug að blanda mér í þetta frekar eða reyna að stoppa þetta á nokkurn hátt... Strákar eru strákar og eiga að slást aðeins þegar þeir eru ungir, það bara styrkir þá.
Ekki fallegasta saga í heimi en mér finnst hún lísa hugreki og samúð hjá stráknum mínum og ég var mjög stoltur af honum þarna.
Önnur saga gerist á Penn Station. Við vörum búin að eyða deginum í Mahattan og vorum vel þreytt og svöng. Þegar við komum aftur á Penn Station til að ná lest heim var vel á 90 mín bið, þannig að við fórum á Burger King að fá okkur að borða.
Á meðan við sátum þar að snæðingi, kom til okkar heimilislaus maður og bað um pening, ég eða Andrea sögðum við hann að við ættum engan smápening til að gefa honum, því miður. Kristófer var greinilega djúpt hugsi á meðan þessu fór fram, en síðan lístist andlitið á honum upp eins og hann hafi fengið bestu hugmynd í heimi. Hann varð mjög æstur og spurði mann mjög hátt "Uh Uh... WAIT!... Do you take Debit Cards???"
Ekki datt mér í hug að blanda mér í þetta frekar eða reyna að stoppa þetta á nokkurn hátt... Strákar eru strákar og eiga að slást aðeins þegar þeir eru ungir, það bara styrkir þá.
Ekki fallegasta saga í heimi en mér finnst hún lísa hugreki og samúð hjá stráknum mínum og ég var mjög stoltur af honum þarna.
Önnur saga gerist á Penn Station. Við vörum búin að eyða deginum í Mahattan og vorum vel þreytt og svöng. Þegar við komum aftur á Penn Station til að ná lest heim var vel á 90 mín bið, þannig að við fórum á Burger King að fá okkur að borða.
Á meðan við sátum þar að snæðingi, kom til okkar heimilislaus maður og bað um pening, ég eða Andrea sögðum við hann að við ættum engan smápening til að gefa honum, því miður. Kristófer var greinilega djúpt hugsi á meðan þessu fór fram, en síðan lístist andlitið á honum upp eins og hann hafi fengið bestu hugmynd í heimi. Hann varð mjög æstur og spurði mann mjög hátt "Uh Uh... WAIT!... Do you take Debit Cards???"
miðvikudagur, ágúst 08, 2007
Back in the US, Back in the US, Back in the USA
Flugið : Hræðilegt flug. Sætið mitt var líklega það eina í vélinni þar sem að headsettin virkuðu ekki og bakið haggaðist ekki heldur. Þannig að ég þurfti að skemmta sjálfum mér alla leiðina. Það var auðvelt fyrst klst þar sem ég var með góða bók, en síðan kláraði ég hana. Þá kom "maturinn", og ég set hann viljandi innan gæsalappa þar sem ég var ekki viss um hvað ég var að borða. En ég var það svangur að ég át allt sem var á bakkanum mínum.
Eftir matinn ákvað ég að leggja mig, þar sem ég hafið ekki náð nema svona 3 tíma svefni kvöldið áður, ég var líka í glugga sæti svo að ég gat notað hliðina á flugvélinni til að hvíla hausinn, og þó svo að ég gat ekki haggað bakinu, þá var ég fljótur að sofna. Ég vaknaði síðan eftir 15 mín og var ekki að fatta þennan stanslausa barning sem var í gangi í flugvélinni. Enginn annar virtist vera að ganga í gegnum eitthvað svipað. En þegar ég var almennilega vaknaður fattaði ég hvað var í gangi... það var víst mjög spennandi keppni í sætunum fyrir aftan mig, þar sátu 3 svíar, 1 fjölskylda, sem var að keppa í því hver var fljótastur að loka bakkanum og var æsingurinn orðinn mikill. Það var eina skiptið alla ferðina sem að bakið á sætinu mínu hreyfðist eitthvað. Ég bað þá um að hætta en þau virtust ekki skilja íslensku eða ensku, þannig að ég notaði alheimstungumálið og lét eins og ég væri andsettur og kastaði mér nokkrum sinnum aftur í sætið til að þau myndu nú skilja hvað ég vildi. Það gékk upp, þau hættu. En ég var orðinn vel vakandi núna. Með ekkert að lesa, og ekkert að hlusta á, og gat ekki sofnað aftur... Nú voru góð ráð dýr.
Ég tók þá ákvörðun að fara á klósetið... það var mjög spennandi :) Síðan sat ég afganginn af ferðinnni og reyndi að hugsa eitthvað skemmtilegt, notast við dagdraumana. Það gékk í smá stund en síðan sat ég bara og taldi sekúndurnar þar til að við vorum lent.
Eftir matinn ákvað ég að leggja mig, þar sem ég hafið ekki náð nema svona 3 tíma svefni kvöldið áður, ég var líka í glugga sæti svo að ég gat notað hliðina á flugvélinni til að hvíla hausinn, og þó svo að ég gat ekki haggað bakinu, þá var ég fljótur að sofna. Ég vaknaði síðan eftir 15 mín og var ekki að fatta þennan stanslausa barning sem var í gangi í flugvélinni. Enginn annar virtist vera að ganga í gegnum eitthvað svipað. En þegar ég var almennilega vaknaður fattaði ég hvað var í gangi... það var víst mjög spennandi keppni í sætunum fyrir aftan mig, þar sátu 3 svíar, 1 fjölskylda, sem var að keppa í því hver var fljótastur að loka bakkanum og var æsingurinn orðinn mikill. Það var eina skiptið alla ferðina sem að bakið á sætinu mínu hreyfðist eitthvað. Ég bað þá um að hætta en þau virtust ekki skilja íslensku eða ensku, þannig að ég notaði alheimstungumálið og lét eins og ég væri andsettur og kastaði mér nokkrum sinnum aftur í sætið til að þau myndu nú skilja hvað ég vildi. Það gékk upp, þau hættu. En ég var orðinn vel vakandi núna. Með ekkert að lesa, og ekkert að hlusta á, og gat ekki sofnað aftur... Nú voru góð ráð dýr.
Ég tók þá ákvörðun að fara á klósetið... það var mjög spennandi :) Síðan sat ég afganginn af ferðinnni og reyndi að hugsa eitthvað skemmtilegt, notast við dagdraumana. Það gékk í smá stund en síðan sat ég bara og taldi sekúndurnar þar til að við vorum lent.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)