mánudagur, ágúst 27, 2007

Stoltur Pabbi

Já, ég er stoltur pabbi. Ekki af því að ég er ný-orðinn pabbi, eða á leiðinni að verða slíkur aftur. Nei ég var bara að hugsa til þess hvenær ég var sem stoltastur af Kristóferi. og eitt atvik stendur uppúr hjá mér. Þetta var fyrir ári síðan eða svo, Ég var á leik með Kristóferi og liðið hans var að tapa. En í hálfleik, þegar ég var að tala við hann, sá ég að nokkrir strákar úr hinu liðinu, höfðu náð að króa minnst leikmann okkar liðs af og voru að hrinda honum og stríða. Ég benti Kristóferi á þetta og hann var rokinn af stað... hann hljóp niður 1 strák og hrinti niður öðrum, lét vin sinn fara á bak við sig og var alveg reiðubúinn að slást við 5 stráka í einu til að vernda vin sinn. En á þessum tímapunkti, höfðu foreldrar drengjana tekið eftir þessu og voru komnir til að draga þá í burtu. þannig að ekki varð meira úr þessu.
Ekki datt mér í hug að blanda mér í þetta frekar eða reyna að stoppa þetta á nokkurn hátt... Strákar eru strákar og eiga að slást aðeins þegar þeir eru ungir, það bara styrkir þá.
Ekki fallegasta saga í heimi en mér finnst hún lísa hugreki og samúð hjá stráknum mínum og ég var mjög stoltur af honum þarna.

Önnur saga gerist á Penn Station. Við vörum búin að eyða deginum í Mahattan og vorum vel þreytt og svöng. Þegar við komum aftur á Penn Station til að ná lest heim var vel á 90 mín bið, þannig að við fórum á Burger King að fá okkur að borða.
Á meðan við sátum þar að snæðingi, kom til okkar heimilislaus maður og bað um pening, ég eða Andrea sögðum við hann að við ættum engan smápening til að gefa honum, því miður. Kristófer var greinilega djúpt hugsi á meðan þessu fór fram, en síðan lístist andlitið á honum upp eins og hann hafi fengið bestu hugmynd í heimi. Hann varð mjög æstur og spurði mann mjög hátt "Uh Uh... WAIT!... Do you take Debit Cards???"

Engin ummæli: