fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Kristófer kemst á Honor Roll

Kristófer fékk einkanir sínar núna um daginn og voru þær vægast sagt glæsilegar. Hann var í 9 fögum og fékk 5 "A" og 4"B". Glæsilegt hjá honum.
Síðan kom hann heim með viðurkenningarskjal um að hann hafi komist á "The Honor Roll" sem er fyrir þá nemendur sem eru með hæstu einkanirnar í öllum skólanum. Við Andrea erum að springa úr stolti, hann fékk meira að segja "A" í tónlist, en hann er farinn að æfa á Kontrabassa og greinilega stendur sig vel í því.
Vel gert Kristófer minn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með strákinn! Frábært hjá honum.

Elmar sagði...

Takk vinur, þetta kom skemmtilega á óvart.

Nafnlaus sagði...

Usss.. svona duglegur og klár strákur rúllar þessu upp :)
Glæsilegt!!
Frænka stolt á Íslandi

Elmar sagði...

Takk fyrir það Ella. Ég kom skilaboðunum áleiðis og hann er að plana að halda sér á Honor Roll allt árið.