laugardagur, september 13, 2003

Jæja enn einn sorgardagurinn runninn upp! Essý, Gylfi og fjölskylda eru lögð af stað til Íslands. En ef allt gengur að óskum koma þau aftur eftir tæpar tvær vikur. Þannig að við verðum hálf einmanna hérna á meðan, enginn kani (þ.e. spilið), enginn til að koma í sund með okkur, engin drykkjufélagar og svo frv. En við vonum bara að þetta eigi allt saman eftir að ganga snuðrulaust fyrir sig hjá þeim. We´re gonna miss you guys!!!
En í fyrradag fór Emmi í sinn fyrsta golf tíma með Högna, átti bara að vera svona prufutími en ég held að hann hafi fengið veikina. Og hann segir að hann hafi nú bara staðið sig nokkuð vel...eða með hans orðum “Tiger Woods better watch out”. Hehe, held að hann verði að strika yfir golfara brandarana í brandarabókinni núna.
Í gærmorgun fórum við Essý með strákana í heimsókn til Fanneyjar, Högna og Hildar, og þar var að venju tekið á móti manni með fíneríis morgun-/hádegisverði, súkkulaðihúðuð jarðaber og alles. Þar dunduðu börnin sér á meðan við tjöttuðum og gerðum allkyns plön fyrir veturinn m.a. föndukvöld, piparkökubaksturs-kvöld, bíóferðir og annað slíkt. Við ætlum a.m.k. ekki að láta okkur leiðast í vetur!
Okkur er ekki farið að lítast á “hörrikeinin” hana Isabel sem að nálgast okkur hérna í Florida. Ef hún heldur núverandi stefnu og styrk verður gífurlegt tjón hérna, það er alveg ljóst. Hún mælist núna sem Category 5(mælikvarðinn nær bara upp í 5!), sem þýðir að öflugri geta þeir varla orðið. Það eru núna 11 ár síðan að fellibylurinn Andrew, sem var af svipaðri stærðargráðu, fór hérna yfir Flórída og mikið tjón hlaust af. Við erum að velta því fyrir okkur að forða okkur bara hreinlega héðan. Við viljum ekki taka neina áhættu og vera hérna uppá von og óvon. En þetta á allt eftir að koma í ljós eftir helgi því að þá geta veðurfræðingarnir sagt betur til um nákvæma stefnu fellibylsins og hvar og ef hann mun koma upp á land.

Engin ummæli: