þriðjudagur, október 21, 2003

Er ég sit hérna á svölunum og er að vinna á þráðlausa netinu, í 29 stiga hita, þá getur maður ekki varist því að hugsa til þeirra sem eru á klakanum. Ég vildi bara segja að ég sakna ykkar allra og það eru allir velkomnir að gista hérna sem vilja koma í heimsókn. Við erum búin að vera nokkuð upptekin síðastliðnar vikur, ég er orðinn forfallinn golfari og reyni að fara á völlinn við hvert tækifæri. Bestu 18 holunar hinað til voru farnar á 91 höggi. Ég fer annaðhvort með Gylfa eða Högna, eða báðum. Konan er búinn að lofa mér golfsetti í jólagjöf þannig að í fyrsta skipti í langan tíma hlakkar mér til jólana vegna gjafana, ekki vegna góðs matar og fjölskyldu bara. Ég leigji mér bara sett í hvert sinn þangað til. Andrea er orðin skæð í tennis enda drífur hún sig núna á hverjum morgni um 8 í tennis með annaðhvort mér eða Essý. Hún er rosalega dugleg í þessu. Núna um síðustu helgi var fyrsti leikurinn hjá Kristófer í fótbolta og sem betur fer er ekki verið að telja mörkinn, því þá hefi hann tapað 6-0 held ég. Kristófer var samt áberandi bestur í liðinu sínu og stóð sig með príði, auðvitað ;) Kristófer er búinn að aðlagast svo vel að skólanum að hann er farinn að stríða bekkjarfélögunum sínum, hann hefur verið sendu í skammakrókinn tvisvar núna á stuttum tíma. Já, kaninn hefur ennþá skammarkrók, eða það sem hann kallar Time-Out. Við erum ekki mjög hrifin af því, en það er ekki víst mikið sem hægt er að gera í því. Ég er búinn að vera kvefaðu í 3 vikur samfleitt, það fylgir víst haustinu hérna, og það þarf ekki mikinn kulda til að verða kvefaður. Við Högni og Gylfi fórum í bíó í gær að sjá Runaway Jury, og við völdum bara eitthvað bíó og það vildi þannig til að við fundum, án efa, eitt versta bíóið á svæðinu. Tjaldið var ekki mikið stærra en breiðtjaldssjónvarp, hljóðkerfið var frá 1970, salurinn og bíóið í heild var ekki með loftkælingu, og salurinn lá fyrst niður á við og svo aftur upp. Án efa skrítnasta og lélegasta bíóið á svæðinu. En myndin var fín, málið fyrir mig var bara það að hún endaði með góðu plotti og ég vissi það allan tímann enda búinn að lesa bókina. Við erum búin að ákveða að nesta dreginn í skólanum, þar sem að hádegismaturinn er víst lítið annað en pizzur, hamborgarar og annað slíkt ruslfæði. Okkur fannst í byrjun mjög sniðugt að þessi þjónusta skyldi vera fyrir hendi, að fá heitann mat í skólanum, en þegar við sáum að það voru fastir pizzusósu blettir í öllum polo bolunum hans, og eina sem hann gat sagt að hann væri að fá í mat væru hamborgarar, pizzur og annað ruslfæði, fannst okkur þetta ekki vera eins sniðugt og það leit út fyrir að vera. Þegar við svo létum Mrs. Rodney vita að hann myndi hér eftir koma með sitt eigið nesti sagði hún, “I don´t blame you. The things they serve here!” Þannig að kennararnir eru líka að hneikslast á þessu fæði. Hmmm.. af hverju eru kanarnir svona feitir ?!?!

Engin ummæli: