Stelpunar, (Andrea, Essý og Fanney) fóru að skemmta sér á föstudagskvöldið. Þær fóru inn á Fort Lauderdale að hitta 2 íslenskar stelpur frá Miami. Það var farið á einhvern pöbb þar sem lifandi tónlist var í gangi og skemmtu þær sér mjög vel. Ég fékk jólagjöfina snemma frá konunni þetta árið, mjög flott golfsett. Ég prófaði það núna síðastliðinn laugardag og það er mjög fínt að spila með því. Líka allt annað spila með sama settinu alltaf, þá venst maður kylfunum. Kristófer fór í fótbolta á laugardaginn og gékk vel, að vísu skoraði hann ekkert mark en stóf sig vel, var mjög duglegur. A sunnudaginn fórum við Andrea síðan með honum í park með nokkrum leiktækjum og var það rosalega gaman að sjá hvað hann skemmtir sér vel í þessum görðum. Við eigum von á nokkurm gestum á næsta ári, Mamma og pabbi eru að plana að koma út í Mars, síðan ætlar Þórir Heiðarsson að koma og heimsækja okkur í Júní og verður hann yfir afmæli okkar Kristófers, mjög merkileg afmæli bæði, ég verð 30 og Kristófer 6.
Á næsta fimmtudag verður þakkagjörðahátíðin og erum við orðin nokkuð spennt yfir henni, planið er að við strákanir förum í golf snemma um morguninn og förum síðan með börnin eitthvað út úr húsi til að konurnar geti eldað í fríði. Síðan er borðað og þakklæti sýnt langt fram á kvöld. Meira um það síðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli