Jæja, þakkagjörðahátíðin kom og fór, hún var einstaklega þægileg og skemmtileg. Á fimmtudaginn var mikið að gera, fórum í golf um morguninn og síðan var stefnan tekinn á dýragarð með börnin, við karlanir fórum með þau í Safarí dýragarð með ljónum og fullt af öðrum dýrum, þetta var svona garður sem maður keyrir í gegnum, mjög skemmtilegt. Á meðan við vorum að spóka okkur þar, uppteknir við að halda börnunum frá ljónskjöftum og nashyrningum, voru konurnar heima að undibúa máltíðina. Eftir að hafa forðað börnunum frá því að vera étin fórum við heim til Högna og Fanneyjar með allan skaran og þar fengum við rosalega góðan,stóran og flottan kalkún, og svo mikið girnilegt meðlæti að ég treysti mér ekki í að telja það allt upp.
Þangað kom síðan nýr íslendingur sem verður í skóla hérna eitthvað næstu árin. Hann heitir Siggi og er líka með aukavinnu í Delaire, sem er Country Club með golfvelli sem "almenningur" hefur ekki aðgang að. Þessi klúbbur er við hliðina á okkar community, Citation Club. Auðvitað er HINN íslendingurinn hérna í Delray að vinna við hliðina á okkur. Hann sagðist ætla að bjóða okkur strákunum að spila á golfvellinum þar sem á víst að vera rosalega góður og flottur, það líst okkur ekki illa á. Enda ekki á hverjum degi sem maður fær að fara í golf með þotuliðinu í staðinn fyrir elliheimilinu.
Föstudagurinn fór í að slappa af, það voru allir búnir á því eftir þessa máltíð og bara daginn í heild sinni.
Á laugardaginn fórum við til Miami, bara til að rúnta, og enduðum í Doral hverfinu okkar gamla. Það var ekki um að villast að við vorum komin aftur þangað, mjög fáir töluðu ensku. Það er sagt um Miami, "where english is a second language" og við erum alveg sammála um það. Við fórum í smá innkaupaleiðangur og keyptum jólaskraut. Síðan um kvöldið var haldið spilakvöld hérna hjá okkur, við buðum uppá pasta og kaffi og með því eftir það. Það var spilað langt fram á kvöld.
Á sunnudaginn lá leið okkar í bíó, enn og aftur, og þar sáum við mynd sem að heitir Elf. Planið var að sjá "Cat In The Hat" en við komum aðeins of seint og það voru bara 9 sæti laus og ekkert þeirra saman, þannig að við fórum á þessa mynd. Mjög fyndin mynd en því miður fyrir Kristófer þá fannst honum ekkert gaman af henni. Þannig að þetta er meiri fullorðins mynd heldur en barnamynd. Um kvöldið byrjuðum við síðan að skreyta fyrir jólin og er íbúðin fljótt að verða mjög jólaleg, enda hægt að fá margt skemmtilegt til að skreyta hérna í henni Ameríku.
Aðrar fréttir eru þær að við eigum von á Þóri frænda í heimsókn í Júní á næsta ári, hann gékk frá ferðinni núna á mánudaginn og hlakka okkur mikið til að fá hann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli