mánudagur, desember 15, 2003

Jæja, eins og flestir kannski vita þá er ég að skipta um vinnu. Ég er í miðju ferli að leita mér að annar vinnu og er búinn að fara í 2 viðtöl sem gengu mjög vel, og er að fara í annað á morgun í Annandale, Virginia, sem er rétt hjá Washington,DC. Það er hjá stærsta fyrirtækinu í þessum bransa... í heiminum. Síðan er fólk að sýna áhuga frá New York, Los Angeles og Kanada. Þannig að það verður mikið að gera hjá mér á næstunni í viðtölum og þess háttar. Ég mun láta ykkur vita um framvindu mála.

Annað í fréttum er að Delray Beach ákvað að við söknuðum snjós og bjó til skafl handa okkur, úr gervisnjó, á laugardaginn síðastliðinn. Við fórum með Kristófer þangað og leyfðum honum að leika sér, hann var nú samt ekki mjög spenntur yfir því. Hann, eins og foreldrarnir, er greinilega hrifnari af sólinni. Strax eftir snjóævintýrið mikla fór Kristófer í fótbolta og er hann allur að koma til, hann sólaði þarna dreng og annan, og var áberandi bestur í sínu liði. Hann var umtalaður fyrir þetta í okkar litla fótbolta hóp. Seinna um daginn fórum við Högni í golf, eins og venjulega, hjá Delray Beach Golf Club sem er með mjög stórann völl og var það mjög gaman. Á meðan var Andrea og Essý á fullu að baka smákökur fyrir jólin, en þær voru með íslenskar uppskriftir og bandarísk hráefni. Það heppnaðist samt mjög vel, ekki eins og á Íslandi en mjög góðar kökur samt. Sérstaklega Sörurnar, þær verða væntanlega búnar fyrir jól ;) Á sunnudaginn fóru Andrea og Fanney síðan í Dolphin Mall niðri í Miami til að versla föt á börnin. Eftir erfiðan dag, þar sem mikið var gengið, gékk samt ekki vel, Andrea kom bara heim með eina peysu á drenginn. Á meðan fórum við Högni með Kristófer og Hildi í park og leyfðum þeim að leika sér þar til það byrjaði að rigna. Þá drifum við okkur á Science museum, Vísinda safn. Þar var margt að sjá og skemmtu krakkanir sér konunglega.

Engin ummæli: