þriðjudagur, desember 16, 2003

Ég sit núna í fundarherbergi hjá Aston Group, í Annandale Virginia og bíð eftir að leigubíllinn minn komi að ná í mig til að fara með mig á flugvöllinn. Viðtalið gékk rosalega vel og var ég látinn fara í próf hérna, bæði skriflegt og verklegt, gefið var 30 mín fyrir skriflega og 30 mín fyrir verklega og ég kláraði bæði á 15 mín hvort. Náunginn, Lindsay, sagði að enginn hafði áður klárað þetta próf, hvað þá á 15 mín. Hann bauð mér síðan í mat, sagði mér frá Aston, og sagði að ég ætti von á opinberu tilboði fljótlega í póstinum. Ég er mjög spenntur fyrir þessu dæmi hérna og býst við að skrifa undir samning seinna í vikunni eða byrjun næstu viku. Ég á ennþá eftir að skoða að vísu New York og Los Angeles, en þetta er mjög gott tækifæri hérna. Ekki aðeins stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum, heldur eru þeir að bjóða mjög góðann "Benefits" pakka í kaupæti, og bónuskerfi sem á eftir að koma sér vel. Annandale er svona eins og Reykjavík, a.m.k. það sem ég hef séð, mjög fallegur bær og hérna er snjór núna, þannig að... Mamma, farðu að finna sængurnar okkar og skíðagalla :)

En ég verð líklega að skoða hina möguleikana fyrst áður en ég skrifa uppá nokkuð. Bara til að vera viss um að ég sé að taka réttu ákvörðunina. En ég held að ég komi til með að vinna fyrir þetta fólk hérna. Þeir eru líka búinir að segja að ég get unnið frá Florida fyrstu mánuðina, eða þangað til að leigusamningurinn minn við Citation Club er útrunninn. Sem er alveg stór plús, þá getur Kristófer fengið að klára skóla árið þar.

Snjókveðjur frá Annandale, eða Washington sem er í 5 mín fjarlægð. Elmar.

Ps. þegar ég kom heim sá ég póst frá öðru fyriræki sem er búið að bóka flufar til New York á næsta mánudag og til baka á þriðjudaginn, þannig að ég kemst ekki hjá því að fara, vill ekki að það komi vont orð á mig hérna í USA fyrir að snubba svoleiðis. Navision heimurinn hérna er það lítill. En ég er samt spenntastur fyrir Aston... Ennþá.

Engin ummæli: