mánudagur, desember 22, 2003

Helgina 19-21 Desember ákváðum við að rúnta til Georgiu að heimsækja vini og ættingja þar. Við ætluðum að leggja af stað við sólarupprás en þar sem að þennan sama dag var jólaball og jólaveinninn kíkti í heimsókn í skólann hjá Kristófer ákváðum við að bíða með að leggja af stað til klukkan 10:30. Samkvæmt nákvæmum útreikningum átti keyrslan að taka 10 tíma. En inní þessa útreikninga gleymdist aðvitað að reikna með matar og pissustoppum sem enduðu með að verða ansi mörg á þessari löngu leið. Við ákváðum að byrja á að heimsækja vinafólk okkar í Columbus sem er í um klukkustundarfjarlægð frá Atlanta. Þegar við vorum búin að keyra eftir hraðbrautum klukkustundum saman tóku við fjórir tímar á myrkum sveitavegum Georgiu , engar bensínstövar og enn minna af fólki á ferli. Þvílíkur léttir að sjá fyrir heitnu borgina í allri sinni ljósadýrð, þar sem að bíllinn gekk áfram á bensíngufunum einum. Um klukkan 23 lentum við hjá Írenu, Charles og Agöthu, og tóku við miklir fagnaðar fundir. Agatha dóttir þeirra var enn vakandi og beið spennt eftir að hitta Kristófer og tókst á meðal þeirra mikill vinskapur, bara eins og þau hefðu alltaf þekkst. Eftir að börnin sofnuðu sátum við fullorðna fólkið og spjölluðum fram eftir nóttu. Charles reytti af sér brandara og sögur sem voru bæði áhugaverðar og svo fyndnar að við áttum bágt með okkur. Snemma næsta dag fórum við í bíltúr um bæinn og þau sýndu okkur ný einbýlsishús sem hægt var að fá fyrir slikk þarna í bænum. 200 fm hús staðsett við vatn með öllu, ss. innréttingum, gólfefnum, nuddbaðkari og öllum helstu heimilistækjum á rétt um 12 milljónir íslenskar. Svo buðu þau okkur út að borða í hádeginu á uppáhaldsveitingastaðinn þeirra sem var Mexikanskur og sá besti sem við höfum farið á hingað til. Eftir það þurfti Charles að fara vinnuna og bauð okkur með sér þangað og fór með okkur í einkatúr um USPS(Unites States Postal Service) og sýndi okkur hvað gerist þar á "bak við tjöldin" og var það mjög áhugavert. Kæru Írena og Charles takk kærlega fyrir okkur! Uppúr klukkan þrjú héldum við áfram í þessu "litla" ferðalagi okkar og stefnan tekin á Athens þar sem að Pétur frændi og fjölskylda eru búsett. Til að komast þangað fórum við í gegn um Atlanta. Athens er mikill háskóla bær og bar þess augljóslega merki. Við vorum svo dáleidd af öllum fraternety (bræðra og systralög held ég að það sé á góðri íslensku) byggingum, sem voru mörg á við hvítahúsið í útliti og skreytt í bak og fyrir með jólaljósum, að við villtumst af leið. En með hjálp GSM símans og Hörpu á línunni fundum við loks húsið þeirra. Mikið var gott að sjá kunnugleg andlit á ný. Anna systir Magnúsar (pabbi Andreu) var í heimsókn hjá þeim og ætlaði að vera hjá þeim yfir jólin.Þegar við komum voru Harpa og Anna voru í óðaönn að undirbúa kvöldmat. Eftir mat var setist niður og spjallað. Pétur er í háskóla þarna í Athens og Harpa er heimavinnandi með litlu fjölskyldu meðlimina, Sigurð(4 ára) og Elísu(10 mánaða). Mikið var nú gott að leggjast til hvílu þetta kvöld, það tekur greinilega á að keyra svona mikið. Kæru Pétur, Harpa og Anna, takk kærlega fyrir okkur! Eftir næringaríkan morgunverð var lagt í´ann á ný, okkar beið 13 tíma keyrsla heim á leið. Leiðin heima var frekar erfið og löng en gekk samt vel fyrir utan eina óverðskuldaða hraðasekt. Við erum samt sammála um það við hjónin að þessi ferð hafi verið vel þess virði og yndislegt að vita til þess að maður eigi góða fjölskyldu og vini að hérna í US.

Engin ummæli: