föstudagur, febrúar 06, 2004

Þið verðið að afsaka hvað við höfum lítið uppfært síðuna okkar undanfarið en það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið og róast sennilega ekkert fyrr en um mánaðarmótin n.k.

Eins flestir vita þá standa fyrir dyrum búferlaflutningar hjá okkur. Leið okkar liggur til New Jersey, nánar tiltekið Lawrenceville. Sl. Fjórir dagar hafa farið í það að rúnta um New Jersey í leit að góðri íbúð í góðu hverfi. Þriðja daginn vorum við orðin heldur þugnbúin þar sem að leitin gekk ekki eins vel og við höfðum vonast til. Annaðhvort voru íbúðirnar pínulitlar og sjúskaðar í góðu hverfi eða draumaíbúðir í subbuhverfi, þar sem skólarnir fengu vægast sagt ömurlegar einkunnir. Eftir að hafa skoðað tugi borga og bæji fundum við eina sem við heilluðumst af og það er borgin Princeton. Princeton er gamall bær þar sem hinn frægi háskóli Princeton er staðsettur. Þar er yndislegur miðbær sem býr yfir miklum sjarma, gamlar fallegar byggingar um allt og hús í victorískum stíl, kaffihús á hverju horni og iðandi mannlíf.

Þar sem að íbúðir í miðbæ Princeton voru flestar 2-3var sinnum dýrari en við vorum reiðubúin að borga fyrir, ákváðum við að kíkja á úthverfin. Í tæplega tíu mínútna fjarlægð frá miðbænum fundum við, eftir mikla leit og margar íbúða heimsóknir, ”draumaíbúðina”. Í góðu hverfi sem heitir Avalon Run East, og er í bæ sem heitir Lawrenceville. Þarna var stutt í allt, mjög góðir skólar í nágrenninu sem fá glimrandi skólaeinkunn og lítið um glæpi. Þetta er svipað hverfinu sem við búum í núna að því leitinu til að þetta er svokallað ”community”. Við höfum þá aðgang að 2 sundlaugum, líkamsræktarstöð, grillaðstöðu (hérna er bannað að hafa grill á svölunum hjá sér), viðgerðarþjónusta 24/7, sér rúta sem fer á lestarstöðina, svo fátt eitt sé nefnt. Emmi kemur til með að taka lestina í vinnuna á hverjum degi, það er alger geðveiki að keyra þetta og ég tala nú ekki um hvað það kostar bara að leggja bíl í manhattan djííses, $7 hálftíminn!!! Það tekur u.m.þ.b. klukkutíma fyrir hann að fara þetta en þetta þykir nú ekki óeðlilegt á þessum slóðum.

Íbúðin losnar 20. febrúar og við búmst við að flytja strax þá helgina.Planið er að fá menn í þetta, amk. til að bera stóru mubblurnar, svo verðum við bara búin að pakka niður í kassa sem fara líka með. Við ætlum svo að keyra til N.J. Það er svo vibba dýrt að láta flytja bílinn að við ætlum bara að taka þetta í rólegheitunum og keyra þetta á 3 dögum, koma svo við hjá Högna og Fanney í Richmont og kíkja á nýja húsið þeirra í leiðinni.

Við eigum eftir að sakna Florida mjög og erfitt að þurfa að fara héðan þegar við vorum svona rétt að ná fótfestu og orðin mjög sátt í okkar umhverfi. En við reynum bara að vera jákvæð og horfa á björtu hliðarnar. Afhverju ekki að skoða landið aðeins og kynnast öðrum stöðum á meðan við erum hérna?
Gleymdi ég að minnast á kuldann í N.Y. ? Það var mikið sjokk að koma í 7 stiga frost úr 27 stiga hita…jedúddamía! Held að ég hafi aldrei verið svona fljót að velja mér úlpu, nælon…nei,….nælon…nei,…dúnn…fæ þessa, hefði ekki skipt mig máli þó hún hefði verið appelsínugul með bleikum glimmer blómum á, mér var svo kalt! Og sá eini sem var vel fótabúinn var Kristófer, í eðal loðfóðruðum gúmmístígvélum frá Vélvirkjabúðinni hans afa í Boló.

Annars var það mikil upplifun að koma til N.Y. í fyrsta skipti, við vorum á hóteli sem er á Time Square og með viðeigandi útsýni yfir herlegheitin. Það fyrsta sem Kristófer gerði á hverjum morgni var að setjast fyrir framan gluggann og horfa dáleiddur, af 28. hæð, í dágóðan tíma á skýjakljúfana og mannlífið á götum niðri. Svo brunuðum við niður að sjá til að berja augum Frelsisstyttuna góðu, Kristófer var nú hálf hræddur við hana, hann hélt að hún væri lifandi! Þetta var allt saman mikil upplifun sem hann á seint eftir að gleyma.

Heimilisfangið okkar frá og með 20. febrúar n.k. er:

11132 East Run Drive

Lawrenceville, NJ, 08640

Og hérna er slóðin inná heimasíðuna hjá nýja community-inu okkar:

http://community.springstreet.com/custom/brochure.jhtml?pid=390000&sc=avalon

Með kveðju,

Familían á leið til Nýju Jórvíkur.

Engin ummæli: