mánudagur, febrúar 09, 2004

Á laugardaginn s.l. lauk fótbolta “seasoninu” hjá Delray Beach og var af því tilefni slegið upp heljarinnar veislu á Miller Park (völlurinn sem fótboltaæfingarnar fara fram á). Við mættum þangað galvösk um hálf tíu, með regnhlífar og krosslagða fingur að ekki myndi nú koma úrhellisrigning eins og spáð hafi verið fyrir. Eitthvað brást þeim nú bogalistin hjá þeim spámönnum á veðurstofunni, því að aldrei kom rigningin og allan daginn var glimrandi sólskin. Byrjað var á því að krakkarnir spiluðu nokkra “kveðju” leiki. Um hádegisbilið voru liðin kölluð upp á svið, hvert fyrir sig og afhentið voru bikarar. Kristófer er í liði sem ber ákaflega skemmtilegt nafn eða hitt þó heldur...let´s give it up for... “Abell home loans”!!! Svo var míkrafónninn látinn ganga og allir áttu að kynna sig, “Kristóför” sagði hann hátt og skýrt með amerískum hreim J.Önnur lið nefnast sum hver mjög töffaralegum og ógnvekjandi nöfnum eins og Raptors eða T- Rexes, en Kristófers lið var bara skýrt í höfuðið á einhverri lánastofnun sem styrkti þá.

Essý, Daníel, Eyþór, Fanney, Högni og Hildur komu að hitta okkur þarna og við fórum með börnin í skemmtitækin sem voru á svæðinu. Eftir alllt húllumhæið vorum við orðin svöng og ákváðum að fara eitthvað og fá okkur að borða með Högna og co.

Eftir að hafa þrætt nokkur grillhús, sem öll voru lokuð, fundum við eitt sem var opið, TGI Fridays... og við mælum ekki með þessum tiltekna stað, því að aðra eins skí:%”#$ þjónustu höfum við nú aldrei fengið. Eftir að þjónustustúlkan hafði klúðrar hverri einustu pöntun, já hverri einustu, náði hún í sveittann og skapvondann “manager” sem átti nú aldeilis að miðla málunum. Ó nei, hann var nú lítið fyrir svona “smámunaskap” í kúnnunum.

Um kvöldið höfðum við familían það bara huggulegt og horfðum saman á teiknimyndina “Finding Nemo”, sem er alger snilld, mælum með henni fyrir börn jafn sem fullorðna. Ellen DeGeneres les inná fyrir Dori í ensku útgáfunni og fer á kostum í því hlutverki.

Snemma næsta morgunn (sunnud.), nánar tiltekið kl. 6, fórum við öll á fætur því Emmi átti flug kl. 9 til NY, með millilendingu í Charlotte. Þetta er sem betur fer, síðasta vikan sem við fjölskydan erum aðskilin, hann kemur aftur tilbaka næsta föstudag og fer ekki aftur fyrr en við flytjum. Jiiii, hvað verður gaman þegar flutningarnir eru að baki, það er alveg leiðinlegast í heimi að flytja.

Föstudaginn n.k. er Valentínusardagurinn, Kristófer þarf að skrifa 22 kort, hvorki meira né minna, fyrir alla bekkjarfélagana. Held að það sé best að byrja á því í dag svo að þetta náist nú í tæka tíð.

Jæja látum þetta duga í bili,

Kv. Andrea og gaurarnir.

P.s. það er einhver upsveifla í gangi í gestabókinni okkar og fólk er búið að vera duglegt að skrifa okkur. Það er mjög gaman að fá kveðjur og komment, endilega haldið þessu áfram J. Og Addý: velkomin á netið, nú vantar þig bara MSN svo við getum spjallað saman!

Engin ummæli: