laugardagur, október 09, 2004

Fréttir

Jæja, þá er komið að mér að skrifa blogg. Ég hef ekki verið mjög duglegur við það undanfarið, en ég er búinn að vera á kafi í vinnu uppá síðkastið. Það er orðið mjög mikið að gera hjá mér og er meira framundan, en hvað um það, hérna eru smá fréttir.

Andrea og Kristófer eru á leiðinni heim til íslands, og er búið að panta farið. Þau fara 27. þessa mánaðar og verða í 3 vikur, þau koma aftur "heim" 17. nóvember, rétt áður en við eigum að flytja. En planið er að reyna að flytja helgina eftir að þau koma. Mamma og pabbi eru líka að velta fyrir sér hvort þau eiga að koma í heimsókn á sama tíma, og hjálpa okkur að flytja. Það er alveg frábær afsökun og yrði hjálpin mjög vel þegin.

Um síðustu helgi komu Orri, Erna og Úlfur í heimsókn og fengum við okkur íslenkst lambalæri að borða. Ekki slæmt að geta fengið sér slíkt annað slagið hérna í "Good old US of A". Lambalærið er til sölu hjá Whole Foods Market og eru þeir staðsettir meðal annars hérna í 5 mín fjarlægð. Kvöldið var mjög gott, við borðuðum góðan mat, drukkum ódýrt vín, og spiluðum þar til að ég sofnaði við spilaborðið. Við Orri eigum ennþá eftir að fara í golf samt, en heilsan hjá okkur á sunnudaginn var ekki uppá marga fiska og ákváðum við að fresta ferð okkar á "driving range" þar til seinna.

Helst í umræðunni núna hérna í bandaríkjunum eru forseta-kappræðurnar á milli Bush og Kerry. en ég er einlægur stuðningsmaður Kerry og vona innilega að hann taki þetta. Miðað við þá kana sem ég hef talað við um kosningarnar þá ætti hann að taka þetta. Viðhorfið er ekki endilega að Kerry er frábær kostur, heldur hitt, að Bush er það lélegur að hver sem er væri betri. En það myndi nú samt ekki koma mér á óvart að Bush myndi vinna aftur eftir miklar endurtalningar í Florida. Þetta verður a.m.k. mjög spennandi 2. Nóvember næstkomandi.

Kristófer er allaf að verða betri og betri í fótbolta, hann var að keppa núna áðan og er liðið hans, og hann líka, að komast yfir þessa þörf að hlaupa allir eftir boltanum út um allan völl. Þjálfararnir eru að æfa mikið með þeim að spila sínar stöður og vera duglegir að senda boltann, og virkaði það vel núna því að liðið hans vann 4-1 þó svo að þeir væru bara 4 í liðinu á móti 5. Hann er líka hættur að brjóta af sér, a.m.k. í bili. En um daginn togaði hann einn leikmann niður sem var kominn innfyrir og ætlaði að skora, þegar Kristófer togaði í hendina á honum og dró hann niður. Kaninn ætlaði að verða brjálaður þá, Pabbi stráksins bölvaði Kristófer og ég veit ekki hvað og hvað. Ég þurfti síðan að hemja mig sjálfur þegar annar strákur braut á honum og hann kom grátandi út af... Soccer Dad aldarinnar.

Ég hef ekki verið duglegur í golfinu síðan Högni fór aftur heim til sín, en ég hef ekkert farið síðan. Ég þarf að vera duglegari við þetta, en það er bara ekki eins gaman þegar maður er einn. Hluti af skemmtuninni, eiginlega mjög stór hluti, er að fara út með "strákunum" og eyða 4-5 tímum á golfvelli, það skiptir eiginlega ekki málið skorðið hjá manni, þó svo að það sé skemmtilegra að fara ekki yfir 100 þá er það ekki aðal atriðið, a.m.k. ekki hjá mér.

Við fengum síðan bréf heim um daginn þar sem árshátíð BMI var tilkynd en hún verður haldinn á veitingastað í Manhattan og síðan verður farið á annan stað í eftir-partý. BMI býður þeim starfsmönnum sem eru a.m.k. 50 mílur frá Mahattan uppá 1 nótt á hóteli og þeir bjóða líka mökum starfsmanna með. Þetta er mjög grand og hlakkar okkur mikið til. En okkur vantar pössun, og þar sem að mamma og pabbi treysta sér ekki til að vera svona lengi hjá okkur, þá erum við að leita að sjálfboðaliðum til að koma og passa fyrir okkur :) Frí gisting í boði.

jæja, læt þetta duga í bili, heyrumst síðar....
Elmar Soccer Dad.

Engin ummæli: