Komið þið sæl og bless...
Það er voða lítið að frétta af okkur núna, búið að vera rigning mest alla vikuna svo að við höfum verið hálfgerðir "innipúkar". Kristófer fór á fótboltaæfingu í morgun, það eru æfingar bæði laugardaga og sunnudaga næstu vikurnar. Hver æfing er 1 1/2 klst. svo að það er ágætis hreyfing fyrir hann, svo er náttúrulega karate tvisvar í viku líka.
Við fengum tilkynningu í póstinum í gær, það er búið að fresta því að málið okkar verði tekið fyrir, til 30 nóvember. Lögfræðingurinn sá um það, svo að við sitjum bara og bíðum...rosa spennt eða þannig. Við fengum loksins einhver svör frá tryggingafélaginu okkar, og þeir geta ekkert hjólað í kallinn sem keyrði á okkur fyrr en við erum búin að fá niðurstöðu í dómsmálið og EF, bara ef, við fáum dómnum snúið. OG þá getur það tekið uppundir ár að fá endurgreitt fyrir viðgerðina á bílnum. Þetta er nú alveg ótrúlegt!
Annars erum við að fá gesti í dag. Erna, Orri og Úlfur ætla að vera hérna í nótt hjá okkur. Það verður áreiðanlega fjör og auðvitað verður gripið í einhver spil... og eins og einn til tvo öllara :) Þau ætla að koma með íslenskt lambalæri með sér og við ætlum að elda það hérna. Mmmm...fæ nú bara vatn í munnin við tilhugsunina, höfum ekki smakkað íslenskt lamb í bráðum 1 1/2 ár! Það er víst hægt að fá íslenskt lamb í Whole Foods núna og lærið er að fara á um $30 skilst mér...sem er nú bara ódýrara en ég bjóst við.
En ætla að láta þetta nægja í bili...bara svona rétt að láta vita af okkur hérna.
Góða helgi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli