laugardagur, janúar 29, 2005

Ella systir á afmæli í dag!
Okkur langar að senda henni innilegar hamingjuóskir með daginn og vonum að hún hafi það sem allra best í dag ... ekki borða yfir þig af Betty ;o)
Milljón kossar og knús,
Adda, Emmi og Kristófer Leó.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Brrrrrrrr!

Það er svoddan skítakuldi hérna núna, -11C en sökum rakans hér reikast það sem -19C. Svo að kuldaskræfan á heimilinu (ég) heldur sig mest innandyra þessa dagana. Strákarnir hafa verið að fara út í snjóinn að leika sér og ekki enst mikið meira en hálftíma í senn. Annars á nú að fara að hlýna á komandi dögum svo að húsfrúin ætti að geta farið aðeins út til að fá roða í kinnarnar. Ef að snjórinn verður enn um helgina stefnum við á að splæsa á eins og eitt stykki þotu fyrir drenginn og fara í brekku leit. Það eru amk seldar þotur í búðunum hérna, svo það hlýtur að vera einhver smá halli hérna einhverstaðar.

Framrúðan í bílnum okkar sprakk í nótt útaf frosthörkunum, svo að eðalkerran okkar hefur á skömmum tíma breyst í mjög svo vanræktan skrjóð. En það þýðir víst ekkert að rúnta um með rúðu á tæpasta vaði svo að það kemur hingað handlaginn gúndi í fyrramálið og skiptir um rúðu.

Annars var okkur berst fregnir þess efnis að Fjóla og Gunnar kæmu líklega í heimsókn í sumar...vúbbí! Já, þau eru að spá í að skella sér með Vidda og Bibbu seinnipart sumars. Hey...það er ekki hægt að hætta við héðan af fyrst ég er búin að lýsa þessu yfir hérna á netinu...nanananah ;o)

Annað kvöld verður kvöldverður í skólanum á vegum foreldrafélagsins. Það verður áreiðanlega mjög gaman, það verður matur frá 5 þjóðum í boði, USA, Ítalíu, Úkraínu, Kína og Finnlandi. Iss, ég hefði nú verið til í að mæta með svið, hrútspunga og hákarl ef ég hefði vitað af þessu fyrr. Það hefði verið "Kodak móment" að sjá kanann éta þann íslenska eðalmat :oþ

Ég vill benda ykkur á viðtalið við Keifer Sutherland hjá David Letterman sem er hérna fyrir neðan ef þið eruð ekki búin að kíkja á það enn...mjög fyndið!

Skjáumst síðar!

sunnudagur, janúar 23, 2005

Hæ hó...
Gleðilegt nýtt ár...betra er seint en aldrei!
Bloggið er búið að vera í dágóðu fríi undanfarið sökum leti ritara hennar. En nú erum við komin af stað aftur og vonum að fólk hafi ekki gefið síðuna uppá bátinn.
Við höfum haft gesti hérna hjá okkur síðastliðna 10 daga, Gummi Björns og Íris kærasta hans voru hérna. Það var auðvitað mikið verslað því dollarinn er svo hagstæður. Þau skoðuðu líka New York og Philadelphia, þau náðu að gera heilann helling á þessum stutta tíma.
Svo stefnir annar gamall æskuvinur Emma, Brynjar, á að koma hingað um mánaðarmótin í stutt stopp.
Hvernig er þetta með mínar vinkonur...á ekkert að fara að láta sjá sig?!

Kristófer var lasinn í síðustu viku, eða í 4 daga. Einhver leiðinda flensa sennilega, hiti, hósti og allur sá pakki. En hann er svodann orkubolti að það þarf mikið til, svo á honum sjáist og hann var fljótur að hrista þetta af sér.

Nú er loksins kominn vetur hjá okkur, eða eins og æsifréttamennirnir kalla það...BLIZZARD 2005! Það snjóaði í allan gærdag, svona ca 20-25 cm. Það er ekkert rok og snjórinn fellur eins og dúnn frá himnum. Fólk er að rífa út vistir í búðum svo mætti halda að heimurinn væri að farast. Aðeins stóru matvöruverslanirnar eru opnar, en mollin og litlu búðirnar hérna í kring eru lokaðar sökum veðurs! Finnst þetta nú dáldið skondið, því þetta er nú ekkert miðað við það sem maður hefur upplifað á Íslandi í gegnum tíðina.

Kveðja úr "snjóstorminum",
NJ-Gengið.