fimmtudagur, janúar 27, 2005

Brrrrrrrr!

Það er svoddan skítakuldi hérna núna, -11C en sökum rakans hér reikast það sem -19C. Svo að kuldaskræfan á heimilinu (ég) heldur sig mest innandyra þessa dagana. Strákarnir hafa verið að fara út í snjóinn að leika sér og ekki enst mikið meira en hálftíma í senn. Annars á nú að fara að hlýna á komandi dögum svo að húsfrúin ætti að geta farið aðeins út til að fá roða í kinnarnar. Ef að snjórinn verður enn um helgina stefnum við á að splæsa á eins og eitt stykki þotu fyrir drenginn og fara í brekku leit. Það eru amk seldar þotur í búðunum hérna, svo það hlýtur að vera einhver smá halli hérna einhverstaðar.

Framrúðan í bílnum okkar sprakk í nótt útaf frosthörkunum, svo að eðalkerran okkar hefur á skömmum tíma breyst í mjög svo vanræktan skrjóð. En það þýðir víst ekkert að rúnta um með rúðu á tæpasta vaði svo að það kemur hingað handlaginn gúndi í fyrramálið og skiptir um rúðu.

Annars var okkur berst fregnir þess efnis að Fjóla og Gunnar kæmu líklega í heimsókn í sumar...vúbbí! Já, þau eru að spá í að skella sér með Vidda og Bibbu seinnipart sumars. Hey...það er ekki hægt að hætta við héðan af fyrst ég er búin að lýsa þessu yfir hérna á netinu...nanananah ;o)

Annað kvöld verður kvöldverður í skólanum á vegum foreldrafélagsins. Það verður áreiðanlega mjög gaman, það verður matur frá 5 þjóðum í boði, USA, Ítalíu, Úkraínu, Kína og Finnlandi. Iss, ég hefði nú verið til í að mæta með svið, hrútspunga og hákarl ef ég hefði vitað af þessu fyrr. Það hefði verið "Kodak móment" að sjá kanann éta þann íslenska eðalmat :oþ

Ég vill benda ykkur á viðtalið við Keifer Sutherland hjá David Letterman sem er hérna fyrir neðan ef þið eruð ekki búin að kíkja á það enn...mjög fyndið!

Skjáumst síðar!

Engin ummæli: