Hæ hó...
Gleðilegt nýtt ár...betra er seint en aldrei!
Bloggið er búið að vera í dágóðu fríi undanfarið sökum leti ritara hennar. En nú erum við komin af stað aftur og vonum að fólk hafi ekki gefið síðuna uppá bátinn.
Við höfum haft gesti hérna hjá okkur síðastliðna 10 daga, Gummi Björns og Íris kærasta hans voru hérna. Það var auðvitað mikið verslað því dollarinn er svo hagstæður. Þau skoðuðu líka New York og Philadelphia, þau náðu að gera heilann helling á þessum stutta tíma.
Svo stefnir annar gamall æskuvinur Emma, Brynjar, á að koma hingað um mánaðarmótin í stutt stopp.
Hvernig er þetta með mínar vinkonur...á ekkert að fara að láta sjá sig?!
Kristófer var lasinn í síðustu viku, eða í 4 daga. Einhver leiðinda flensa sennilega, hiti, hósti og allur sá pakki. En hann er svodann orkubolti að það þarf mikið til, svo á honum sjáist og hann var fljótur að hrista þetta af sér.
Nú er loksins kominn vetur hjá okkur, eða eins og æsifréttamennirnir kalla það...BLIZZARD 2005! Það snjóaði í allan gærdag, svona ca 20-25 cm. Það er ekkert rok og snjórinn fellur eins og dúnn frá himnum. Fólk er að rífa út vistir í búðum svo mætti halda að heimurinn væri að farast. Aðeins stóru matvöruverslanirnar eru opnar, en mollin og litlu búðirnar hérna í kring eru lokaðar sökum veðurs! Finnst þetta nú dáldið skondið, því þetta er nú ekkert miðað við það sem maður hefur upplifað á Íslandi í gegnum tíðina.
Kveðja úr "snjóstorminum",
NJ-Gengið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli