Íslensk jól í Bandaríkjunum...
Jólin eru búin að vera alveg yndisleg hjá okkur, eintóm róleg- og huggulegheit. Jólin voru svona líka Íslensk hjá okkur, hamborgarhryggur, maltið og appelsínið, meðlæti og að sjálfsögðu íslenskt sælgæti og konfekt. Get svo svarið það að maður er komin með snert af konfekt-eitrun því það var sko ekkert farið rólega í það. Svo tengdum við tölvuna við græjurnar svo að hér hljómaði íslensk jólatónlist yfir öll jólin.
Það var alveg ótrúlegt magn af pökkum og kortum sem streymdu hingað inn síðustu vikuna fyrir jól og okkur langar að koma á framfæri þökkum fyrir það allt, hvert kort og kveðja var okkur mikils virði...kossar og knús!
Á annan í jólum skelltum við okkur svo á alveg æðislega sýningu sem heitir "Disney on Ice: Finding Nemo". Þvílík flott sýning og greinilega ekkert til sparað við sviðsmyndir og búninga. Það eru nokkrar myndir frá sýningunni í desember albúminu svo þið getið gert ykkur hugmynd um hvað ég er að tala. Kristófer lét þau orð falla að þetta væri það skemmtilegasta sem hann hefði gert síðan hann kom til Bandaríkjanna! Við vorum ekkert að minnast á alla skemmtigarðana, söfnin og ferðalögin sem við höfum farið í síðan við komum hingað :)
Í gær fórum við Kristófer í mollið til að nýta gjafabréf sem hann fékk í jólagjöf. Það var í búð sem heitir "Build-A-Bear Workshop" Þar fékk hann að velja sér bangsa sem hann síðan fór með í sérstaka vél sem fyllti bangsann af fylli (?) og síðan var sett í hann hjarta með viðhöfn, hann baðaður (í lofti) og feldurinn kembdur og svo var tekinn langur tími í að velja á hann dress en það var ekkert minna en Timberland skór, gallabuxur með keðju og flauelisúlpa. Hélt nú að hann væri vaxin uppúr svona bangsa stússi en það var heldur betur vitleysa í mér, hann fílaði þetta í botn. Svo þegar búið var að dressa bansann upp var sest við tölvu, bangsinn skírður og prentað út "fæðingarskíteini" og Kristófer var alveg með það á hreinu að hann ætti að heita Nicholas.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli