sunnudagur, desember 19, 2004

Takk fyrir gott boð Ella mín, en við fundum Magnetix á E-Bay og það ætti vonandi að koma til okkar í tæka tíð. Reyndar er hægt að finna flest á E-Bay sem er uppselt í búðunum, kannski ekki skrítið að það sé uppselt í búðunum og svo selja þeir þetta á tvöföldu búðarverði þar. Veit einmitt að Fannsa lenti í þessu líka, fann síðan gjöfina á E-Bay á margföldu verði.
En við familían erum búin að ákveða hvað gert verður á annan í jólum, langaði að gera eitthvað "merkilegt" í tilefni hátíðanna. Við erum að fara á "Finding Nemo: Disney on Ice" en þetta er einhverskonar skautasýning/leikrit á svelli...nema hvað. En þessi sýning fær góða dóma og á að vera mjög glæsileg í alla staði.
Við erum orðin eitthvað voða menningarleg þessa dagana, það er bara leikhús og viðburðir á hverri helgi. Um að gera að gera þennan tíma ársins eftirminnilegan, svona eins og hægt er án allra ættingja.
Jæja, við erum að fara á Hnotubrjótinn kl. 14, það verður örugglega gaman og ekki vantar spennuna hjá honum Kristófer, enda man ég ekki til þess að hann hafi nokkru sinni farið í leikhús :o/ En það er aldrei of seint að byrja. Við látum ykkur vita hvernig var.

Kveðja jólasveinarnir í NJ.

Engin ummæli: