9 dagar til jóla!
Þá er allt loks komið á fullt í jólaundirbúningnum á þessu heimili, kannski ekki seinna vænna. Ég náði að klára að gera hvorki meira né minna en 3 sortir fyrir hádegi í dag, kókostoppa, lakkrístoppa og snickers smákökur. Eitthvað gengur mér nú illa að halda strákunum frá kökuboxunum, ætli þeir klári þetta ekki fyrir helgi! Í kvöld ætla ég svo að skella í brúnkökuna góðu (þessi m. hvíta kreminu), vonum bara að hún lukkist betur en síðustu jól en þá var eitthvað "funky" aukabragð en nú er ég komin með íslensku kryddin í þetta og það ætti að gera herslu muninn.
Jólapartíið í NYC á laugardaginn var alveg ágætt. Eftir að hafa villst og týnst og fundist aftur í New York, fundum við loks hótelið sem við áttum að vera á...það er ekkert grín að keyra þarna um, það er bara "survival of the fittest". En hótelið var í Queens og við þurftum að fara í gegnum göng þangað, en það var ekki fyrr en í þriðju ferðinni þar í gegn sem við náðum að taka réttu beygjuna að hótelinu...og hótelið er svo önnur saga sem ég læt ekkert fylgja hér.
Við vorum nú reyndar búin að búast við því að þetta yrði miklu "formlegra" en í raun var. Sem betur fer fór ég ekki í kjól eins og ég var mikið búin að velta fyrir mér, en þá hefði ég verið ein um það. Staðurinn sem við hittumst á var frekar "hip", salurinn var hvítur í hólf og gólf, og hvítir leðursófar í stíl.
Reyndar voru margir svekktir með "matinn" sem boðið var uppá. Við vorum víst ekki þau einu sem bjuggumst við dekkuðum borðum, hlöðnum kræsingum en það var ekkert slíkt. Það var reyndar ein skvísa sem valsaði þarna um á brjóstahaldaranum með bakka af pinnamat og bauð manni og öðrum, en ekkert til að seðja hungrið hjá okkur hjónunum sem gleymdu að borða í öllu stressinu yfir daginn.
Eftir þetta var svo farið í eftir partý hjá Larry eiganda BMI. Þar entist fólk mislengi því hungrið var farið að segja til sín hjá allmörgum. Við mælum amk. ekki með því að drekka á fastandi maga því við vorum algjörir haugar daginn eftir. En þetta var samt sem áður mjög skemmtilegt, frábært fólk sem við kynntumst og gaman að komast aðeins út á lífið hérna.
Á meðan var Kristófer í góðu yfirlæti hjá Gulla og Önnu, þau voru með hann í NYC á laugardeginum og brunuðu svo hingað um kvöldið og gistu um nóttina...enn og aftur takk fyrir pössunina!!!
Svo fengum við bréf í dag frá hjónum sem við kynntumst á laugardaginn og þau vilja endilega bjóða okkur í heimsókn til sín yfir áramótin. Þau búa í Conneticut fylki en ég býst nú ekki við þvi að við förum því bíllinn er enn krambúleraður og því ekki beinlínis ákjósanlegur í lengri ferðir.
Við erum búin að vera í þvílíkum vandræðum í sambandi við jólagjöf handa Kristófer, hann er búið að langa í eitthvað sem heitir Magnetix síðan einhverntíman í sumar og alltaf höfum við verið jafn snjöll að svara honum með því að segja "já, kannski færðu svona í jólagjöf" en þetta hefur verið til í bunkum í öllum leikfangaverslunum og stærri búðum. Svo förum við foreldrarnir í búð í dag alveg með á hreinu hvað á að kaupa en fáum svo bara frá afgreiðslufólkinu "Sorry, I think it´s sold out EVERYWHERE!!" Dísús, aldrei hefði ég trúað að eitthvað myndi seljast svona upp, sérstaklega þar sem að þetta var til í stöflum fyrir ekki meira en viku síðan! En þetta verður nú svosem í lagi því við vorum nú búin að versla ýmislegt annað handa honum, kannski að þetta sé fáanlegt á E-Bay?!
Að endingu langar okkur að senda honum Helga bróður ofur knús og kossa, því á morgun verður hann hvorki meira né minna en 14 ára drengurinn! Elsku brósi hafðu það sem allra best og njóttu dagsins í botn...we love ya dude!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli