Hæ hó...
Helgin var ósköp viðburðarlítil í þetta sinn, fórum af stað í jólafata-og jólagjafa innkaup. Það gekk bara alveg ágætlega. Það er alveg með ólíkindum hvað fólk hérna verslar mikið fyrir jólin. Fólk var með fangið fullt af fötum í biðröðum í búðum og flestir drekkhlaðnir innkaupapokum. Svo voru allir stólar og bekkir í mollinu þéttsetnir, allt karlmenn umkringdir innkaupapokum sem eiginkonurnar komu með með reglulegu millibili. Reyndar eru gaurarnir mínir alveg furðu þolimóðir í þessum mollaferðum og taka þátt í vali á jólagjöfum með miklum áhuga. Við vorum líka búin að kaupa nokkuð af jólagjöfum sem við Kristófer tókum með heim til Íslands, en eitthvað smotterí var eftir, svo að við erum frekar róleg yfir þessu.
Kristófer byrjaði aftur í karate fyrir helgina, það gekk bara ágætlega þó svo að hann væri nú farinn að ryðga aðeins eftir góða pásu í því. Reyndar var hann svolítið upptekin í fyrstu við það að spjalla við félaga sína, svo að Sensei þurfti að stoppa hann af með því að segja að hann þyrfti að hlusta meira og tala minna...hahaha.
Í fyrramálið verða svo jólatónleikar í skólanum hjá Kristófer, það verður gaman að sjá hann syngja sérstaklega þegar hann er búin að missa báðar framtennurnar :)
Get ekki annað en sönglað eftirfarandi texta, því hann á vel við:
..."All I want for Christmas is my two front teeth...so I can wish you merry Christmas...lalala"
Um helgina verður haldið "holiday party" í New York á vegum BMI. Það verður áreiðanlega mjög skemmtilegt, en við byrjum á að hittast á stað sem heitir 17Home, þar verður borðað, eftir matinn er förinni heitið í "eftir-partý" heim til Larry Schiff en hann er aðaleigandi BMI og síðan er boðið uppá hótelgistinu yfir nóttina.
Svo það er eins gott að fara að dusta rykið af glimmer gallanum og bóna lakkskóna ;)
Já og hérna er svo heimilisfangið fyrir þá sem vilja skutla á okkur jólakveðju...
Elmar Vidisson/Andrea Magnusdottir
11132 East Run Drive.
Lawrenceville, NJ. 08648
USA.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli