Vika til jóla!
Það vantar sko ekki jólafílinginn á þessu heimili!
Erum meira að segja að spá í að brjóta gömlu góðu Þorláksmssu hefðina og skella jólatrénu bara upp um helgina. Held að við séum eina familían hérna í hverfinu sem á eftir að setja það upp! En flestir settu jólatrén upp yfir þakkargjörðarhátíðina sem var í lok nóvember! En okkur þykir það nú einum of snemmt, ætli maður sé ekki komin með þokkalega leið á því þegar jólin loksins koma?
Það er alveg með ólíkindum hvað fólk hérna skreytir hjá sér...og maður hélt að þetta væri nú pínu ýkt í amerísku jólamyndunum en þetta er nákvæmlega svoleiðis. Það er engu líkara en að nágrannarnir hérna séu í einhverri samkeppni um að vera sem mest áberandi. Fyrir utan það að mörg hús séu nánast þakin í seríum (og oftar en ekki blikkandi) en fólk með lóðirnar sínar þaktar í upplýstum jólafígúrum af öllum stærðum og gerðum. Hreindýr, jólasveinar, sleðar, snjókarlar...ýmist uppblásið,blikkandi og/eða á hreyfingu.
Við tókum smá rúnt hérna um nágrennið í gærkvöldi, við vorum alveg dáleidd, held að ég hafi aldrei á ævinni séð svona mikið af jólaljósum og skreytingum.
Á sunnudaginn erum við svo að fara í leikhús að sjá Hnetubrjótinn, það verður áreiðanlega mjög gaman en þetta er í fyrsta skipti sem við förum í leikhús hérna. Þetta verður svona spes barnasýning, s.s. búið að ritskoða og útfæra fyrir börnin :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli