Haldiði að það sé ekki bara hitabylgja hérna núna...já 15 stiga hiti í desember....habbara næstum Flórída fílingur í okkur hérna...ekki slæmt miðað við stað og stund. Við höldum nú samt enn í vonina um að fá einhvern jólasnjó...en veðurfréttamennirnir segjast nú ekki sjá neinn snjó í kortunum á næstunni en það getur nú allt breyst.
Annars vorum við að koma af jólatónleikum í skólanum hans Kristófer, það var mjög gaman og mikil jólastemming...enda voru börnin beðin um að syngja "Frosty the snowman" tvisvar til að svala jóla-hungruðum foreldrunum. Þetta verður svo sýnt í "Ríkissjónvarpinu" hérna í NJ og þá tökum við það að sjálfsögðu upp.
Það var voða drama hérna í gær...jájá...greyið Kristófer var á leiðinni inn þegar hann missir uppáhalds jóla snjókúluna sína í götuna og hún smallaðist í 1000 mola. Hann og þessi umrædda kúla eru búin að vera óaðskiljanleg síðan ég tók hana upp með jólaskrautinu, hún fór með í bað, að sofa, í skólann, í búðina og alltaf passaði hann voðalega vel uppá hana. En hann fékk þessa "snjókúlu" (veit ekki hvað þetta kallast, kúla sem maður hristir og þá fer snjórinn á hreifingu) frá ömmu-lang í Boló s.l. jól og þótti svona afskaplega vænt um hana. En hann var alveg eyðilagður yfir þessu og HÁ-grét vel og lengi á eftir. Það var alveg sama hvað við reyndum að tjónka við honum, loforð um nýja betri og stærri kúlu og allt hvað eina, en þessi elska gaf sig ekki. Með ekkasogum sagðist hann bara vilja fá nákvæmlega eins kúlu, bara ákkúrat þessa og vildi barasta fá að hringja í ömmu-lang og spyrja hana hvað hún hefði keypt hana. En við náðum nú að róa hann áður en útí það fór en ég lofaði því að finna mjög svipaða kúlu handa honum sem fyrst.
Við Kristófer bökuðum eina smáköku sort í gærdag og hlustuðum á íslenska jólatónlist á meðan. Ef það kemur ekki jólastemmaranum í gang, þá veit ég ekki hvað gerir það?! Kristófer fannst þetta voða stuð, enda góluðum við hástöfum með og gáfum Diddú ekkert eftir. Svo eru undanfarin kvöld búin að fara í það að skrifa blessuðu jólakortin, það er ótrúlegt hvað það fer mikill tími í að skrifa nokkur kort....ætlaði nú bara að rumpa þessu af ...en...neeeei ég er ennþá að :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli