jólapælingar...
Nú er mikið í umræðunni hérna í Ameríkunni að jólin, sem slík, séu að hverfa. Já, hér er fólk af svo mörgum trúum og það má engann móðga. Afgreiðslufólki er ráðið frá því að segja "Merry Christmas" því það gæti sært fólk sem er ekki Kristið, þess í stað segja þau "Happy Holidays" og heyri sjaldan minnst á "Christmas Tree" en aftur á móti er talað um "Holiday Tree"...
Ég hef líka lesið um það í blöðunum að í mörgum almennings skólum sé búið að banna mikið af jólalögum eða þeim hefur verið breytt svo það komi ekki illa við neinn, eins og t.d. lagið "We Wish you a Merry Christmas" hefur verið sungið "We Wish you a Swinging Holiday" og lagið um hreindýrið Rúdolf hefur algjörlega verið bannað í mörgum almennings skólum, því í því er minnst á jóladag. Í einum skóla var meira að segja gengið það langt að banna "candy canes" (rauðu og hvítu sleikjó stafina) og rauðar og grænar servíettur! Og í grunnskóla í Washington var á síðustu stundu hætt við sýningu á "Christmas Carol" (þið vitið... um Scrooge) því að ein sögupersónan segir "God bless us, everyone".
Ég gæti haldið endalaust áfram að telja upp svipuð dæmi og þá sérstaklega sem eiga sér stað í almenninsskólum hér í landi.
Kristófer hefur til dæmis lært heilmikið um hina og þessa siði og hátíðir gyðinga í skólanum, t.d. Hanukkah og Kwanzaa og allt í góðu með það...en svo kemur að jólunum og þá eru allt vaðandi í boðum og bönnum, engin jólalög spiluð í skólastofum, má ekki senda bekkjarfélögum jólakort, ekkert jólaföndur, ekkert jólaball og jólafrí heitir ekki einusinni jólafrí heldur "Winter Break".
Finnst frekar leiðinlegt, hans vegna, að fá ekki að upplifa jólatímann eins og ég og Emmi ólumst upp við á Íslandi. Þar eru litlu-jólin, dans í kringum jólatré, sungið, föndrað og sprellað síðustu vikuna í skólanum fyrir jól, krakkar fá ný jólaföt og mæta í sínu fínasta pússi á jólaball.
Það eru þá aðalega við foreldrarnir sem veltum okkur uppúr þessu, því hann hefur aldrei upplifað þessar hefðir á Íslandi, amk. er orðið það langt síðan hann var á leikskóla þar að hann man ekkert eftir því. Svo að hann er auðvitað, jú,bara sáttur við sitt.
En það þýðir ekkert að vera að svekkja sig yfir þessu, við höfum nú náð að gera gott úr þessu hérna á heimilinu. Spilað jólamúsik, bakað, föndrað og skreytt allt hátt og lágt.
En læt þessa pælingu mína duga í bili og óska öllum "Merry what ever" :o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli