þriðjudagur, desember 21, 2004

3 dagar til jóla...getur það verið?!?!?

Hnotubrjóturinn var alveg frábær sýning. Kristófer sat alveg stjarfur allan tímann, greinilegt að við þurfum að fara oftar í leikhús því honum fannst svo gaman.
Annars var nú heldur betur sveifla niður á við í hitastigi í gær...fór leeeengst niður fyrir frostmark eða í -22 gráður þegar kaldast var. Get svo svarið það að ég hélt að nefbroddurinn myndi detta af, ég fann ekki fyrir honum! En það er nú að hlýna á næstu dögum, sól og 10-15 stiga hiti...hver segir svo að veðrið sé sveiflukennt á Íslandi?
Svo að ósk fjölskyldunnar um jólasnjó mun að öllum líkindur ekki rætast þetta árið :o(
Jólatréð er komið upp í stofunni í öllu sínu veldi, jiii hvað það gerir allt jóló! Ákváðum á Laugardag að skella því bara upp. Vorum nú reyndar alveg ákveðin í að fá okkur ekta-tré þetta árið en aftur ákváðum við að gefa gerfitrénu sjéns..."ef það er glatað förum við bara og kaupum ekta..ókei?"Svo er það bara alveg stórfínt og allir ánægðir með það.
Þetta er nú ekki beint það sem Kristófer finnst skemmtilegast að gera...eitthvað svona dúllerí...raða og hengja milljón kúlum svona í rólegheitunum, en hann gerði þetta "í einum grænum" með okkur og rak okkur áfram þvi við vorum svo alltof róleg og afkastalítil. "Hérna pabbi...taktu þennan enda...og svo heyp ég með hinn endann í hringi í kringum tréð!" Já og svo henti hann bara kúlunum inná milli, alltof mikið vesen að hengja hverja fyrir sig.

Engin ummæli: