miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Allt í lukkunnar vel standi hér!

Hæ hó...

Af okkur familíunni er bara allt gott að frétta. Sumarið er búið að vera alveg frábært og mikið af góðum gestum búnir að koma og fara...og nokkrir ennþá ókomnir.
Við erum s.s. búin að flytja... bara hérna innan Lawrenceville. Komin í ágætis raðhús á 3 hæðum með bílskúr og alles. Reyndar er þetta ekkert mikið stærra en íbúðin sem við vorum í, held að þetta sé um 20-30 fm stærra. En einhvernvegin kemur þetta skipulag miklu betur út en gamla íbúðin. Kristófer er komin í RISA herbergi (ekki það að hitt hafi eitthvað verið lítið), með sér baðherbergi og "fatakompu". Við skutlum inn myndum af slottinu við tækfæri...kannski þegar við erum búin að taka uppúr öllum kössum. Það eru s.s. ennþá kassar hérna sem hafa ekki ennþá verið opnaðir...en við söknum ekki neins úr þeim ennþá svo það liggur kannski ekkert á :)

Það er komið í ljós að umsjónarkennarinn hans Kristófers næsta vetur heitir Mrs. Smith og mun skólinn byrja 7. september. Kristófer segist ekkert hlakka til að byrja í nýjum skóla, saknar bara gamla skólans og félaganna þar. En það hefði nú ekkert verið sjálfsagður hlutur að hann hefði fengið að fara í bekk með gömlu bekkjarfélögunum ef hann hefði haldið áfram í sama skóla. Veit að t.d. vinur hans hann Andrew fer í bekk og enginn af hans gömlu félögum verður þar með honum. Bekkjunum er alltaf stokkað upp á hverju ári svo það er allt eins von á því að krakkarnir lendi ekki með neinum af fyrri bekkjarfélögum.

Á laugardaginn byrjar svo fótboltinn hjá Kristófer. Vorum einmitt að fá þær fréttir að pabbi Andrews, John, verður aðstoðarþjálfarinn hans og Andrew og Drew (annar fyrrv.bekkarfélagi) verða með honum í liði. Svo það verður svaka fjör í boltanum, líka gott að halda sambandi við gömlu vinina.

Á laugardagskv. ætla svo Ása og Eggert, ásamt sonum, að kíkja til okkar í mat. Þau eru nýflutt hingað til NJ frá Kanada. Eggert er einmitt búin að ráða sig í vinnu til BMI, sama stað og Elmar.

Við vorum að skutla inn nokkrum nýjum "gömlum" myndum í ágúst albúmið. Ennþá er slatti eftir sem við eigum eftir að sortera og skutla inn á næstu dögum...svo verið viðbúin :)

Verið nú góð við hvert annað!

Kv. Adda og Co.

Engin ummæli: