Ég ætla að byrja á að senda vini okkar á Flórída, honum Eyþóri, innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn! Kossar og knús frá okkur litli vinur!
Það er annars allt gott í fréttum héðan...
Kristófer byrjar í skólanum á morgun svo að það ríkir mikil spenna hérna á heimilinu núna, allt tilbúið fyrir fyrsta daginn...ný skólataska, nestisbox og auðvitað ný föt og skór. Við vorum að ljúka við að koma Kristófers herbergi í stand...en Kristófer ákvað að þema þess skyldi verða SpongeBob eða Svampur Sveins eins og hann þekkist held ég á klakanum. Svo að það fer ekkert á milli mála núna þegar maður kemur inní herbergið hans að þar búi aðdáandi Svampsins góða...allt frá óhreinatauskörfu og náttljósi... uppí gardínur og rúmteppi!
Við eigum reyndar von á því á næstu dögum að hingað mæti her af vinnumönnum sem eiga að rifa öll teppi af hjá okkur og setja svo ný...mmm lovlí...við sem erum rétt nýbúin að koma okkur fyrir. En við erum reyndar alveg sátt við það að þurfa að rútta öllu til hérna svo þetta sé mögulegt því teppin hérna eru vægast sagt "díí-skösting".
Á föstudaginn fékk Kristófer heimsókn, Andrew félagi hans kom hingað í heimsókn á meðan mamma hans þurfti að standa í útréttingum. Hún kom síðan uppúr hádegi að sækja gaurinn og stoppaði þá við í hádegismat hjá okkur. Andrew var sko ekkert á þeim buxunum að fara svo að mamma hans þurfti að beita öllum ráðum til að fá drenginn af stað en ekkert dugði fyrr en hún var búin að lofa því að hann fengi að koma aftur til okkar í næstu viku :)
Á laugardaginn komu svo Ása, Eggert og strákarnir til okkar í mat. Þá var sungið og trallað fram eftir kvöldi...eða svona næstum því... fyrir utan sönginn :) Mikið afskaplega er nú gaman að fá íslendinga hingað til Nú-Djörsí.
Og að símamálum...þá erum við enn að bíða eftir einhverju apparati frá Vonage (símafyrirtæki) og það ætti nú í raun að vera komið, svo það ætti nú að fara að detta inn hvað og hverju. Það er búið að vera eitthvað vesen að fá að halda gamla númerinu okkar...við erum búin að standa í miklu stappi útaf því en allir vísa á hvern annan svo að það eru miklar líkur á því að við fáum nýtt númer...sem er kannski bara ágætt því að við höfum ekki fengið frið fyrir japönskumælandi fólki sem hringdu viðstöðulaust í gamla númerið okkar....
hér er tíbýskt dæmi um símtal frá þeim:
Síminn: Ring ring...
Við: Halló...?
Japani: hong díng da nang?!
Við: whuut?
Japani: díng dong da dang?!
Við (á íslensku) : Já já einmitt, við segjum bara allt ágætt en þú?
Japani (skömmustulegur) : OOOH sooorí...jú spík ínglísh?
Við: jess... dú jú?
Japani: Ohhh, æ ríng tú ðe rong number...jess?!
Við: Jess æ þínk jú hev...
Japani: Ohhh só sorrí...æ træ agen bye bye
5 mínútum síðar...
Síminn: Ring ring...
Við: Halló...
Japani: Oh-ó...mí rong agen... só verrí sorrí bye bye.
Svo það er kannski bara ágætt að fá nýtt númer :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli